Flokkur: Gagnrýnandinn

Sprúðlandi skemmtun í Kópavogi

Tom, Dick & Harry Höfundar: Ray og Michael Cooney Þýðing og leikstjórn: Hörður Sigurðarson Ég fór í gær á sýningu Leikfélags Kópavogs á farsanum Tom, Dick & Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney.  Ray hefur stundum verið kallaður farsakóngurinn og hafa mörg verka hans eins og t.a.m. Með vífið í lúkunum, Beint í æð og Nei ráðherra verið sýnd hér á landi bæði hjá stofnanaleikhúsunum og hjá leikfélögum um allt land við gífurlegar vinsældir. Það er því fengur í því að fá þetta verk á fjalirnar hér á landi og ég spái því að það eigi eftir að...

Read More

Með barnið ofarlega í hjartanu

Á vit ævintýranna hjá Leikfélagi Selfoss Þrjú ævintýri eftir H.C.Andersen, Pál J. Árdal og Davíð Stefánsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Það er nú svo með okkur barnlausa fólkið, við þykjumst alltaf þurfa afsökun fyrir að fara á svokallaðar barna- eða fjölskyldusýningar. Þannig höfum við líklega rifið upp meðalaldurinn í Litla leikhúsinu á Selfossi nú á fimmtudag, þar sem við sátum. Fjögur fullorðin börn.  Sýningin Á vit ævintýranna  í leikstjórn Ágústu Skúladóttur er 84. verkefni Leikfélags Selfoss, sem er sextugt í ár. Strax í andyrinu var ljóst að ævintýraheimur biði hið innra. Furðulega klæddar konur með tambúrínur og lugtir tóku á...

Read More

Enginn hráskinnaleikur, bara frábær skemmtun

Hráskinna hjá Hugleik Höfundar: Ármann Guðmundsson, Ásta Gísladóttir, Sigríður B. Steinþórsdóttir og Þorgeir Tryggvason Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson Það var dálítið snúið að finna innganginn að nýju húsnæði Hugleiks á Langholtsveginum. Reyndi fyrst að fara inn um aðaldyrnar en mætti þar fjölda manns sem sögðust vera að koma frá söngæfingu. En góður vegfarandi benti mér fljótlega á að inngangur Hugleiksleikhússins væri bakatil. Þar var vel tekið á móti manni og fljótlega fann maður sæti í nýjum og hráum húsakynnum þeirra Hugleikara. Og leikurinn hófst. Strax frá frábæru upphafslagi Hráskinnu er maður komin á 17 öld, veröld ofríkis kirkju, biskups og...

Read More

Frábær en vantar meiri sultu

Fróði og allir hinir grislingarnir eftir Ole Lund Kirkegaard Þýðandi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson / Lög og söngtextar Valgeir Skagfjörð Leikstjórn Örn Alexandersson Fá leikfélög á landinu hafa verið jafn dugleg við að sinna æskulýðsstörfum og Leikfélag Kópavogs. Vinna með börnum og unglingum hefur jafnan skipað veglegan sess þar á bæ. Þannig hefur félagið alið upp kynslóð eftir kynslóð af leikurum og leikhúsáhugafólki. Sýningin Fróði og allir hinir grislingarnir, sem frumsýnd var 3. mars síðastliðinn, er dæmi um þetta. Hér er á ferðinni barna- og unglingasýning með tiltölulega breiða skírskotun, full af galsa, húmor og söng. Það var eftirvænting í loftinu...

Read More

Slegið á strengi minninga og mannlegs lífs

Freyvangsleikhúsið, Eyjafirði – Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikstjóri Ólafur Jens Sigurðsson Freyvangsleikhúsið hefur á liðnum árum ráðist í hvert stórvirkið á fætur öðru. Leikhúsáhugafólk hefur getað gengið að því sem vísu að ferð á sýningar í Freyvangi veiti því þá stundargleði sem góð leikrit og söngleikir gera. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson er söngleikur byggður upp í kringum þekkt dægurlög sem nutu vinsælda á þeim tíma sem leikurinn gerist einhvern tíma í kringum 1961. Þar segir frá músíkalskri kaupmannsfjölskyldu í Vesturbæ Reykjavíkur sem reynir að takast á við ýmsan vanda sem að höndum ber...

Read More