• Gagnrýnandinn

Bras í bústað – Umfjöllun um Stelpuhelgi

Undirrituð brá sér norður um síðustu helgi, nánar til tekið á Mela í Hörgársveit en þar sýnir Leikfélag Hörgdæla leikritið Stelpuhelgi um þessar mundir. Höfundur verksins er Karen Schaeffer og þýðandi Hörður Sigurðarson. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir þessum skemmtilega farsa sem nú er sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið fjallar um fjórar konur sem fara saman í sumarbústað til þess að eiga góða helgi saman, drekka vín og njóta lífsins. Fljótlega koma í ljós alls kyns flækjur sem verða til þess að plönin fara út um þúfur og við tekur æsispennandi atburðarás þar sem hver vitleysan rekur aðra....

MARKVERT

Höfundarréttur sviðsverka

Umboðsskrifstofan Nordiska ApS í samráði við Dansk Teaterforlag hefur unnið bækling um höfundarrétt sviðsverka. Bæklingurinn sem þýddur er af Hávari Sigurjónssyni gefur góða sýn yfir höfundarrétt og sýningarétt sviðsverka. Aðildarfélög BÍL sem og aðrir sem fást við sviðslistir eru hvattir til að ná í bæklinginn hér og kynna sér efni...

Nýtt og áhugavert