Flokkur: Gagnrýnandinn

Stórfínn Gauragangur á Melum

Það fylgir því alltaf spenningur að fara í leikhús og það var ekkert öðruvísi þetta kvöld þegar við komum á Mela í Hörgárdal til að sjá hið sígilda ungmennaleikrit Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Uppsetninginn er í höndum Leikfélags Hörgdæla og leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Gauragangur fjallar um ástir og örlög sjálfskipaða snillingsins Orms Óðinssonar, fjölskyldu hans og vina. Skáldsagan sem flestir þekkja kom fyrst út árið 1988. Síðan þá hefur henni verið umbreytt í bæði leiksýningu með söngvum, sem sett hefur verið upp bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, og bíómynd sem frumsýnd var árið 2010. Ormur er...

Read More

„Við getum ekki bjargað þeim öllum“

Harpa Rún Kristjánsdóttir skrifar um Gestagang hjá Hugleik Ef ykkur langar til að berja raunverulegan glymskratta augum, þá er tækifærið núna, á Sölvhólsgötu 13. Hann bíður ykkar í anddyrinu, þegar komið er á sýningu leikfélagsins Hugleiks á nýjum söngleik Þórunnar Guðmundsdóttur, Gestagangi. Gestagangur er sjálfstætt framhald söngleiksins Stund milli stríða sem valin var Áhugaleiksýning ársins 2014. Aðdáendum er eflaust kærkomið að sjá persónur úr seinna verkinu ganga í endurnýjun lífdaga, en vel er þó hægt að njóta verksins án þess að hafa kynnt sér hið fyrra. Vitum við, eða hvað?Sögusvið Gestagangs er Reykjavík stríðsáranna, nánar tiltekið þegar breskt setulið...

Read More

Falleg, skemmtileg og fræðandi sýning

Leitin að sumrinu – Sólheimaleikhúsið Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Tónlist: Hallbjörn V. Rúnarsson Þegar komið var á Sólheima í Grímsnesi þann 1. maí síðastliðinn var blíðskapar veður og auðvelt að óska sér að það væri svona alla daga. Nú þegar þetta er skrifað er kominn rigningarsuddi. En það er einmitt þetta sem leikrit Sólheimaleikhússins fjallar um; breytingar á veðrinu og hringrás árstíðanna. Leikurinn hefst á fögrum sumardegi og Jón aðalpersóna verksins nýtur sólarinnar og hitans. Hann leggst í sólbað, en allt í einu kemur kaldur gustur. Kári er mættur á svæðið með haustið. Kári og félagar hans tína laufin af...

Read More

Að máta sig í mismunandi hlutverk

Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson Leikfélag Ölfuss – Leikstjóri Guðfinna Gunnarsdóttir Gengið er inn gegnum dökkleitt tjald, við okkur blasa saumavélarnar, straubrettin og sniðin sem mörgum eru í barnsminni, en koma þó yngri áhorfendum spánskt fyrir sjónir. Það er viðeigandi að láta áhorfendur stíga gegnum efni til að njóta þessa verks, því það er einmitt efnið, stykkin, sniðin og saumaskapurinn sem bindur persónur Saumastofunnar saman. Tímalaus spegill? Leikritið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson er ekki nýtt af nálinni, heldur var það skrifað í tilefni kvennaársins 1975, fyrsta verk höfundar. Eins og segir í leikskrá naut það mjög mikilla vinsælda hjá Leikfélagi...

Read More

Ástandið, sögur kvenna frá hernámsárunum

Halaleikhópurinn, sýnt í Hátúni 10 Höfundar Brynhildur Olgeirsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir Leikstjórn Sigrún Valbergsdóttir Halaleikhópurinn er löngu orðin föst stærð í menningarlífi Reykjavíkur og sá sem ekki fer á sýningar hans er ekki að fylgjast með. Í ár sýnir hópurinn Ástandið eftir Brynhildi Olgeirsdóttur og Sigrúnu Valbergsdóttur undir öruggri leikstjórn Sigrúnar. Verkið byggir á frásögnum fjögurra kvenna af ástandsárunum svokölluðu, þ.e. heimsstyrjaldarárunum 1940-1944 þegar breskt og síðar bandarískt hernámslið var í landinu. Það er því sannsögulegt og bregður ljósi á lífið í Reykjavík á þessum umbrotatímum. Leikritið var fyrst skrifað fyrir Snúð og Snældu og sýnt 1997. Það var...

Read More