fbpx

Flokkur: Gagnrýnandinn

Tilgangurinn helgar meðalið

Leikfélag Selfoss sýnir Glæpi og góðverk – leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur byggt á leikriti Anton Delmer Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Þegar gengið er inn í salinn í Litla leikhúsinu við Sigtún blasir við á sviðinu fremur gamaldags og hlýleg stofa. Einhverjar myndir standa upp við vegg og bíða þess að verða hengdar upp. Þegar sýningin, Glæpir og góðverk, hefst kemur í ljós að við erum stödd á heimili þriggja systra. Systurnar eru tiltölulega nýfluttar, en þær fengu húsið í arf frá bróður sínum og eru að koma sér fyrir í upphafi verksins. Systurnar þrjár, Alda, Bára og Unnur, eru engar venjulegar systur. Þær...

Read More

Engin lognmolla

Halaleikhópurinn: Maður í mislitum sokkum eftir  Arnmund S. Backman Leikstjórn: Þröstur Guðbjartsson Það er alltaf sérstök stemning og stíll yfir sýningum Halaleikhópsins sem ekki breytist þótt verkin sem tekin eru til sýningar séu mismunandi og leikstjórarnir ólíkir. Þessu veldur aðallega tvennt, það er sýningarsalurinn sem er allur á breiddina en aðallega er það þó leikhópurinn sjálfur þar sem fötlun og hjólastólar verða að styrkleika en ekki hömlun eins og sumir myndu kannski halda. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um leikritið sjálft. Það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1998 og hefur verið sýnt hjá áhugaleikfélögum víða um land síðan....

Read More

Skemmtilegar, sorglegar og fyndnar kvennasögur

Vertu svona kona (úr hugarsmiðju Margaret Atwood, Guðfinnu Gunnarsdóttur og leikhópsins) Leikstjóri: Guðfinna Gunnarsdóttir Elín Gunnlaugsdóttir skrifar Allir hafa sína sögu að segja, sérhver kona hefur sína sögu að segja. Þetta er útgangspunktur leikverksins Vertu svona kona sem Leikfélag Selfoss frumsýndi síðastliðinn föstudag. Leikverkið er byggt á textum eftir Margaret Atwood, Guðfinnu Gunnarsdóttur og leikhópsins. Í verkinu er raðað saman textum um konuna, sögu hennar, sögu margra kvenna. Einnig er velt upp hugtökum eins og ást og sýndar mismunandi myndir hennar sem stundum hverfast upp í andstæðu sína. Eins og fyrr segir er verkið byggt í kringum texta kanadíska rithöfundarins...

Read More

Stundum ansi absúrd – en alltaf fyndið

Leikfélag Ölfuss: Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri Gunnar B. Guðmundsson Elín Gunnlaugsdóttir skrifar Inga sendir systkinum sínum skilaboð um að mamma þeirra sé dáin, þeim bregður óneitanlega við fréttirnar og drífa sig austur á land til hennar. En mamman er sko aldeilis ekki dáin, en hún hefur gaman af tiltæki Ingu og tekur þátt í gamninu af fullum krafti. Ýmsir aðrir flækjast í þennan lygavef þeirra mæðgna og má í því sambandi nefna prestinn og lækninn á staðnum. Blessað barnalán er 40 ára gamall farsi eftir Kjartan Ragnarsson og segja má að hann eldist alveg ágætlega. Vissulega er verkið...

Read More

Snertu mig ekki! Snertu mig

Höfundur: Örn Alexandersson Leikstjórn: Sigrún Tryggvadóttir Fyrir nokkru síðan setti Leikfélag Kópavogs upp sýninguna Snertu mig – ekki! við fádæma jákvæðar undirtektir áhorfenda. Sú sýning var aðeins um klukkustund að lengd og vildu margir vita meira um afdrif persónanna í verkinu. Aðstandendur verksins urðu við þeirri bón og bættu um klukkustund við verkið svo úr varð sýning í fullri lengd. Undirritaður fór á þá sýningu og ber hún heitið: Snertu mig ekki! Snertu mig. Sagan segir frá þremur einstaklingum, hjónunum Karli og Margréti, sem eru leikin af Arnfinni Daníelssyni og Guðnýju Hrönn Sigmundsdóttur, og Nínu vinkonu þeirra sem Halldóra...

Read More


Hrekkjavaka – útsöluvörur