Leiklistarvefurinn gerir sér far um að birta upplýsingar um leiklistarnám af öllu tagi, styttri námskeið og lengra nám, hérlendis sem erlendis, fyrir fullorðna sem börn. Undir valmyndinni Leiklistarnám hér að ofan er að finna upplýsingar um ýmsa valkosti. Við kappkostum að birta upplýsingar um námskeið á döfinni hér á vefnum en hvetjum áhugasama jafnframt til að skrá sig á póstlistann okkar til að fá upplýsingarnar tímanlega.

Leiklistarskóli BÍL

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga hefur starfað í núverandi mynd síðan vorið 1997. Árlega síðan hefur skólinn starfað í 9 daga á ári, venjulega í júní og hefur verið boðið upp á mikinn fjölda námskeiða sem sótt hafa verið af hátt á níunda hundrað nemendum.

Starfstími skólans árið 2020 verður frá lau. 13. júní til sun. 21. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl.

Starfsárið 2020

Nánari upplýsingar um skólann.

Leiklistarnám á Íslandi

Listaháskóli Íslands býður upp á Sviðslistabraut með ýmsum námsbrautum.

Barna- & unglinganámskeið

Leynileikhúsið býður upp á námskeið fyrir börn og unglinga á hverju ári.

Söng- og leiklistarskólinn Sönglist er starfræktur í samvinnu við Þjóðleikhúsið.

Leiklistarnám erlendis

Fjölmargir Íslendingar hafa sótt leiklistarnám í Rose Bruford skólanum í Englandi á undanförnum árum.

RADA, Royal Academy of Dramatic Arts er virtur skóli í London.