fbpx

Flokkur: Gagnrýnandinn

Lífið og listin í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs: Svarti kassinn Höfundur: Hrefna Friðriksdóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikfélag Kópavogs á 60 ára afmæli í ár og til að ljúka góðu afmælisári var ákveðið að ráðast í gerð Svarta kassans, en sýningin er samsköpunarverk höfundar, leikstjóra og leikhópsins. Svartur kassi innan í svörtum kassa, hvað getur verið meira viðeigandi þegar kemur að leikhúsi? Ég brá undir mig betri fætinum og skellti mér í leikhúsið í Funalind í góðum félagsskap. Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast, a.m.k. bjóst ég alls ekki við því sem við mér tók. Það er ekki hægt að lýsa...

Read More

Ævintýrakistan á Sólheimum

Leikfélag Sólheima: Ævintýrakistan Höfundur og leikstjóri: Guðmundur L. Þorvaldsson Undirrituð brá sér ásamt fríðu föruneyti á Sólheima í Grímsnesi til að sjá sýningu Sólheimaleikhússins er nefnist Ævintýrakistan. Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og er hann einnig höfundur handrits og söngtexta. Verkið er samsett úr þremur þekktum ævintýrum, Gullgæsinni, Stígvélaða kettinum og Brimaborgarhljómsveitinni. Tónlistina samdi Þröstur Harðarson, kokkurinn á staðnum en hann leikur einnig nokkur hlutverk í sýningunni. Það er alltaf sérstök og yndisleg upplifun að koma á Sólheima. Friðsæld og eindæma veðurblíða virðast einkenna staðinn. Við ferðuðumst í slydduéli og vetrarlegu veðri frá Þorlákshöfn allt þar til komið var á Sólheima...

Read More

Afbragðsfarsi í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið: Góðverkin kalla eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason Leikstjórar: Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson Síðastliðið föstudagskvöld brá svo við að þrjár dömur brugðu sér í Freyvang til að njóta frumsýningar á verkinu á gamanleiknum Góðverkin kalla eftir þá Ljótu hálfvita Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna Þorkelssonar. Það er alltaf dálítið sérstök og einhvernveginn áþreifanleg stemmning á frumsýningum Freyvangsleikhússins. Margir frumsýningargestir eiga vini og fjölskyldu á sviðinu og bíða í ofvæni eftir að sjá og heyra hvernig til tekst og uppskera með leikhópnum afrakstur margra vikna undibúnings- og æfingartarnar...

Read More

Í lífsins ólgusjó

Leikfélag Ölfuss: Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Leikfélag Ölfuss frumsýndi síðastliðinn föstudag leikritið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Leikritið segir frá lífi þriggja vina sem fylgjast að í gegnum lífið frá bernsku til elliára. Vinirnir, Diddi, Dudda og Dúa eiga vonir og þrár eins og flestir og sumar þeirra rætast aðrar ekki. Það má segja að leikritið sé línuleg frásögn sem hefst í bernsku og endar á elliheimilinu. Vinirnir Diddi, leikinn af Aðalsteini Jóhannssyni, Dudda leikin af Helenu Helgadóttur og Dúa leikin af Erlu Dan Jónsdóttur alast upp í sömu blokk....

Read More

Söngur, skemmtun og harmur

Leikfélag Selfoss: Uppspuni frá rótum eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri Þórey Sigþórsdóttir. Leikritið Uppspuni frá rótum eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason er athyglisverð blanda af gamanleik og alvarlegri úttekt á 20. aldar sögu Íslendinga. Fjölskyldusaga þeirra Sigurðar og Bjargar er rakin allt frá millistríðsárum og til þess dags að alvarleg salernisferð ættföðurins verður til þess að kalla afkomendurna saman undir eitt þak. Þegar fjölskyldan er öll saman komin, kemur fljótt í ljós að það kraumar undir sléttu og feldu yfirborðinu. En það er illa gert gagnvart þeim sem eiga eftir að fara...

Read More


Hrekkjavaka – útsöluvörur