Flokkur: Vikupóstur

NEATA Youth á Scenoskop

NEATA Youth tók þátt í listahátíðinni Sceoskop í Danmörku dagana 10.-14. maí. Ísland átti þar tvo fulltrúa, þau Söru Rós Guðmundsdóttur og Svein Brimar Jónsson. Sara Rós sendi okkur eftirfarandi skýrslu um hátíðina og vinnubúðir NEATA Youth: NEATA Youth workshop í Odense í Danmörku 2023 NEATA Youth heldur áfram að blómstra og fengum við tækifæri á að senda tvo fulltrúa á leiklistarbúðir í Odense dagana 10.-14. maí síðastliðinn. Fyrstu tvo dagana tókum við þátt  í leiklistarnámskeiði með yfirheitinu „vinátta“ sem Jacob Teglegaard leiddi sem endaði svo á því að við sýndum afraksturinn á leiklistarhátíðinni „Scenoskop“. Leikstjóranum tókst afskaplega vel...

Sjá meira

Ályktun frá aðalfundi BÍL

Á nýliðnum aðalfundi Bandalagsins var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga í Neskaupstað 6. maí 2023, lýsir yfir vonbrigðum með þann drátt sem orðið hefur á að framlengja rekstrarsamning Menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Nú er liðið hátt á annað ár síðan síðasti langtímasamningur rann út í árslok 2021 og síðan hefur mikil óvissa ríkt með starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar og samtakanna. Tveir skammtímasamningar hafa með eftirgangsmunum verið gerðir á þeim tíma.  Þeir skammtímasamingar hafa haldið starfseminni á floti en sú óvissa sem verið hefur með rekstrargrundvöll samtakanna er óásættanleg til lengdar.  Ekki bætir úr skák að í skammtímasamningunum er...

Sjá meira

Aðalfundur BÍL í Neskaupstað

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn í Neskaupstað um helgina. Guðfinna Gunnarsdóttir lét af störfum sem formaður og Ólöf Þórðardóttir var kjörin í hennar stað. Fundurinn gekk í alla staði vel fyrir sig og vel staðið að allri skipulagningu hjá Leikfélagi Norðfjarðar sem var gestgjafi. Vala Fannel frá Þjóðleikhúsinu mætti á fundinn og skýrði frá vali á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins en það var sýning Leikfélags Vestmannaeyja á Rocky Horror. Aðalfundargerð verður birt hér á vefnum innan skamms og upplýsingar um nýja stjórnarmenn verða jafnframt uppfærðar á síðu...

Sjá meira

Leikfélag Vestmannaeyja í Þjóðleikhúsið

Rocky  Horror, sýning Leikfélags Vestmannaeyja varð fyrir valinu sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2023. Vala Fannel dómnefndarfulltrúi tilkynnti valið á hátóiðakvöldverði eftir aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga í Neskaupstað. Umsögn dómnenfdar fer hér á eftir: Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram í þrítugasta og fyrsta sinn. Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar. Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjóri og Almar Blær Sigurjónsson leikari. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að velja sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2022-2023 sýningu...

Sjá meira

Leikklúbbur Laxdæla sýnir Vodkakúrinn

Leikklúbbur Laxdæla frumsýndi Vodkakúrinn eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur, í leikstjórn Ólafar Höllu Bjarnadóttur síðastliðna helgi. Þrátt fyrir að vera í góðu starfi og eiga fallegt heimili hefur Eyja áhyggjur af því hve langt (eða stutt) sé eftir af barneignaraldri hennar. Meðfram því þreifar hún sig áfram með megrunarkúra og reynir að eiga samtal við elskhuga sinn, sem hefur meiri áhuga á risabílum og kvartmílunni en henni. Í leitinni að hamingjunni í hinu daglega amstri leitar Eyja til annarra eftir góðum ráðum (og sumum ekki eins góðum), hughreystingu, aðstoð og brauðtertusneiðum. Um er að ræða gamanleikrit með örlítið alvarlegum undirtóni eftir...

Sjá meira

Á svið á svið á Króknum

Leikfélag Sauðárkróks æfir þessa dagana leikritið Á svið eftir Rick Abbot. Þýðandi er Guðjón Ólafsson og leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki. Á svið  er leikrit um leikhóp sem er að setja upp leikrit, fyrsti og annar þáttur er æfing á verkinu og þar er ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja þætti er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið en eins og við vitum getur allt gerst á frumsýningum t.d. gæti höfundunum dottið í hug að gera eitthvað. Frumsýnt verður í byrjum sæluviku Skagfirðinga og eru áætlaðar...

Sjá meira

Skógarbrúðkaup á Sólheimum

Leikfélag Sólheima frumsýndi að venju á Sumardaginn fyrsta. Í ævintýraskóginum hittum áhorfendur hinar ýmsu ævintýrapersónur eins og Mikka ref, Öskubusku, Rauðhettu, Karíus, Baktus og Kaktus og fleiri. Margvíslegar breytingar hafa átt sér stað í lífi þeirra og umhverfi sem þau reyna að takast á við. Þegar konungurinn býður öllum í brúðkaupsveislu Prinsins, með ákveðnum skilyrðum, er þeim vandi á höndum! Það er mikill heiður fyrir leikfélagið að endurnýja kynnin við leikstjórann og höfundinn, Magnús J. Magnússon en hann starfaði á Sólheimum öll sumur frá 1980–1988 og stjórnaði þar slátturhóp. Á þessum árum setti hann upp þrjár sýningar með Leikfélagi...

Sjá meira

Hugleikur sýnir Húsfélagið

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir leikritið Húsfélagið laugardaginn 15. apríl næstkomandi. Verkið kemur sjóðheitt úr hinni afkastamiklu höfundasmiðju félagsins. Áratugum saman hafa húsfélög stigaganga A og B í Fögruhlíð 84 unnið hlið við hlið í sátt og samlyndi en aðskilin þó. Nú er kominn tími til að sameina þau í eitt og þá er friðurinn úti. Erjur, forboðnar ástir, gönguhópar, silfurskottur, brask, slúður og, já, Brennu-Njálssaga, ásamt öllum þeim vandamálum sem við mætum í samneyti við nágranna fléttast hér saman í sprenghlægilega satíru sem enginn má missa af. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir verkinu en hann á farsælan feril að baki og hefur...

Sjá meira

Rocky Horror í Eyjum

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir hið magnaða verk Rocky Horror eftir Richard O’Brien, en verkið var sýnt þar seinast fyrir rúmum 20 árum síðan. Er þetta verk númer 183 og mikið hefur verið lagt í að gera það hið glæsilegasta. Leikstjóri verksins er Árni Grétar Jóhannsson. Ljósahönnuður er Björn Elvar Sigmarsson. Hljóð er í höndum Harðar Þórs Harðarsonar. Hljómsveitin Molda sér um tónlistarflutning ásamt vel völdum kempum. Tónlistarstjóri er Helgi Rassmusen Tórzhamar og Jórunn Lilja Jónasdóttir sá um söngþjálfun. Í aðalhlutverkum eru Albert Snær Tórshamar, Árni Þorleifsson, Valgerður Elín Sigmarsdóttir, Ingunn Silja Sigurðardóttir, Zindri Freyr Ragnarsson Caine, Arnar...

Sjá meira

Fyrsta leiksýning Leikfélags Flateyrar í áratug

Leikfélag Flateyrar var endurvakið eftir nokkurn dvala á síðasta ári og frumsýndi í gær sína fyrstu leiksýningu í hátt í áratug. Hassið hennar mömmu eftir Nóbelsskáldið  Dario Fo varð fyrir valinu sem fyrsta sýning hins endurvakta leikfélags. Sýningin er sprenghlægilegur farsi sem gerist á Ítalíu 1976 og eru leikararnir allt ungir og upprennandi nýir Flateyringar sem hafa gengið í Lýðskólann á Flateyri síðustu ár. Tugir Flateyringa og velgjörðarmanna hafa lagt hönd á plóg til að láta sýninguna a verða að veruleika og er útkoman lífleg og skemmtileg sýning sem kitlar hláturtaugarnar. Leikstjórann er fenginn úr næsta firði, en það er...

Sjá meira

Bras í bústað – Umfjöllun um Stelpuhelgi

Undirrituð brá sér norður um síðustu helgi, nánar til tekið á Mela í Hörgársveit en þar sýnir Leikfélag Hörgdæla leikritið Stelpuhelgi um þessar mundir. Höfundur verksins er Karen Schaeffer og þýðandi Hörður Sigurðarson. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir þessum skemmtilega farsa sem nú er sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið fjallar um fjórar konur sem fara saman í sumarbústað til þess að eiga góða helgi saman, drekka vín og njóta lífsins. Fljótlega koma í ljós alls kyns flækjur sem verða til þess að plönin fara út um þúfur og við tekur æsispennandi atburðarás þar sem hver vitleysan rekur aðra....

Sjá meira
Loading

Vörur

Nýtt og áhugavert