Flokkur: Vikupóstur

Samkomubann og leiksýningar

Stjórn BÍL sendi út tilkynningu vegna Covid-19 veirunnar í gær þar sem því var beint til stjórna félaganna að fara yfir stöðuna og taka ákvarðanir í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Í dag, eins og allir ættu að vita, hefur verið tilkynnt um  samkomubann frá og með 15. mars. Engu að síður hafa mörg félög þegar ákveðið að fresta yfirstandandi sýningum sem áttu að fara fram um helgina. Frestað hefur verið sýningum frá og með deginum í dag á Djöflaeyjunni hjá Leikfélagi Selfoss, Fjallinu hjá Leikfélagi Kópavogs og þá hefur Leikfélag Ölfuss sýnt lokasýningu á Kleinum. Leikfélag Fjallabyggðar sýndi síðustu sýningu á...

Read More

Nýr og betri Leiklistarvefur

Leiklistarvefurinn er kominn á nýtt heimili og hefur jafnframt verið uppfærður eins og glöggir gestir sjá. Unnið verður í að laga ýmsa hnökra hér og þar næstu daga. Við vonumst til að gestir kunni að meta breytingarnar. Athugasemdir og ábendingar eru vel þegnar og má senda á...

Read More

Við höfum öll okkar Djöflaeyju að draga

Þótt það að færa skáldsögu á svið sé algengt verkefni íslenskra leikfélaga er ekki þar með sagt að slíkt sé einfalt. Málið flækist enn á ný þegar skáldsagan hefur áður verið aðlöguð formi í ógleymanlegri kvikmynd. Ekkert af þessu virðist þó trufla Leikfélag Selfoss, sem færir okkur Djöflaeyjuna, sem Einar Kárason færði í letur en er löngu orðin þjóðareign. Um er að ræða nýja leikgerð sem bætir einu lagi ofaná fyrri aðlaganir, en leikhópur og leikstjórinn, Rúnar Guðbrandsson, hafa sniðið að sínu formi og fólki, og gert það vel. Trú sínum tíma Djöflaeyjan er tímabilssýning eða það sem stundum...

Read More

Fjallið kemur til þín

Áhugaleikfélögin á Íslandi hafa um margra ára skeið verið öflugur vettvangur fyrir þá sem vilja skrifa leikrit og koma þeim á framfæri. Leikfélag Kópavogs hefur verið eitt af þeim félögum sem hefur gefið félögum sínum vettvang til að skrifa og setja upp leikverk og er það lofsvert. Nú er á fjölunum í Leikhúsinu í Funalind nýtt íslenskt verk eftir Örn Alexandersson. Án þess að vera gefa upp of mikið um innihald verksins þá fjallar það um stjórnmálamann sem við þekkjum of vel hér á Íslandi. Stjórnmálamanninn sem beitir öllum brögðum til að halda völdum og tryggja sér endurkjör. Einar,sem...

Read More

Djöflaeyjan á Selfossi

Leikfélag Selfoss frumsýnir Djöflaeyjuna í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar föstudaginn 6. mars. Í þessari leikgerð er unnið með sögurnar Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan eftir Einar Kárason sem og leikgerðir Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins. Djöflaeyjan er löngu orðin vel þekkt saga þar sem Reykjavík eftirstríðsáranna er í forgrunni þá sérstaklega mannlífið í braggahverfunum sem settu mikinn svip sinn á bæinn. Við kynnumst fjölskyldunni í Gamla húsinu og fáum innsýn á kómískan en jafnframt dramatískan hátt í þann veruleika sem fólk bjó við eftir stríð. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar Guðbrandsson starfar með Leikfélagi Selfoss en hann leikstýrði...

Read More