Um síðustu helgi sýndi Leikfélagið Hugleikur stuttverkadagskrána Hrollleikur, þar sem frumsýnd voru 5 stuttverk eftir höfunda félagsins. Þema dagskrárinnar var hrollur og hryllingur í ýmsum myndum og reyndust verkin sem af þessu þema spruttu afskaplega fjölbreytt – en um leið mjög í anda Hugleiks.
Vegna heimsfaraldursins var dagskráin aðeins sýnd einu sinni, en hægt var að fylgjast með henni í streymi.

Upptökur af dagskránni eru nú komnar á Vimeo í tveimur hlutum:
Hrollleikur – fyrri hluti
Hrollleikur – seinni hluti
• Sjá líka leikskrá sýningarinnar hér.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á sýningu og baksviðs.