Föstudagskvöldið 22.október frumsýndi Leikfélag Keflavíkur söngleikinn „Fyrsti kossinn“ í Frumleikhúsinu. Söngleikurinn er saminn af þeim Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa starfað innan leikfélagsins í mörg ár. Leikstjóri sýningarinnar er Karl Ágúst Úlfsson og danshöfundur Brynhildur Karlsdóttir.

Uppselt var á frumsýninguna og óhætt að segja að stemningin hafi verið ótrúleg þar sem fólk ýmist hló og grét á milli þess sem það söng með lögunum. Sýningin er sett upp í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Keflavíkur og til heiðurs keflvíska rokkaranum Rúnari Júlíussyni en öll lögin tengjast ferli þessa einstaka tónlistarmanns með stóra hjartað.

Sýningin er sýnd í Frumleikhúsinu í Keflavík og miðasala er á tix.is.