Samlestur er nýtt hlaðvarp,  skemmtiþáttur þar sem stjórnendur elta uppi sköpunarglatt fólk úr áhugaleikfélögum landsins.
Viktor Ingi Jónsson og Lilja Guðmundsdóttir sem stýra þættinum, setjast niður í hverri viku með “… sturluðum leikstjórum, fárveikum leikhúsbakteríusjúklingum, geggjuðum leikurum, brjálæðislega skapandi höfundum og öllu klikkaða liðinu á bakvið tjöldin” eins og segir í fréttatilkynningu.
Markmið með hlaðvarpinu er að búa til vettvang fyrir listamenn og félög/hópa af öllum toga til að koma verkum sínum á framfæri, vekja athygli á áhugaleikfélögunum og samfélaginu sem þau hafa að geyma og sýna hversu mikilvægt þetta samfélag er fyrir svo marga. Stjórnendur stenfa að því að gefa út 6 þætti á mánuði.
Annan hvern föstudag koma út opnir þættir, þ.e.a.s. þættir sem eru aðgengilegir án endurgjalds á öllum helstu streymisveitum.
Einnig er boðið upp á vikulega þætti sem eru í áskrift. Innifalið í áskriftinni er nýr þáttur alla miðvikudaga og allskonar aukaefni.

Eins pg aðstandendur segja sjálfir:
“Við ætlum að setja okkur allskonar markmið og prófa hluti sem við höfum aldrei gert áður og kannski hræðumst. Með því að velja áskriftarleiðina þá fáið þið tækifæri til að fylgjast með því ferli. Sjáum hversu langt við þorum að stíga út fyrir þægindarammann.
Til þess að við getum haldið áfram að breiða út boðskapinn um mikilvægi áhugaleikfélaganna þá hvetjum við fólk til að styrkja okkur með því að tryggja sér áskrift inn á pardus.is/samlestur – þar er hægt að hlusta á allt efni sem við gefum út og þú þarft ekki neitt app. Þú getur spilað beint úr vafra.
Áskriftin kostar ekki nema 990 kr.”

Lilja og Viktor auglýsa einnig eftir efni frá leikfélögunum:
“Við viljum endilega fá að heyra hvað sé í gangi hjá ykkar leikfélagi. Þannig ef þið hafið áhuga á að koma í spjall og segja okkur frá því sem er í gangi eða er framundan. þá hvetjum við ykkur til að hafa samband.
Vid erum líka að skoða þá hugmynd að setja upptökugræjurnar í tösku, leggja land undir fót og keyra út á land til að heimsækja leikhúsin og fá að sjá hvað er verið að bralla og taka upp þættina í leiðinni.”

Hægt er að hafa samband við þau á netfanginu samlestur@gmail.com.
Einnig er hægt að fylggjast með á samfélagsmiðlum.
Facebook: https://www.facebook.com/leikhusvarpsamlestur
INSTA: @samlestur / https://www.instagram.com/samlestur/