Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir laugardaginn 22. janúar nýtt gamanleikrit eftir höfundasmiðju leikfélagsins í leikstjórn Ólafs Þórðarsonar.

Í kjallara í Reykjavík er hópur fólks í miðjum klíðum að standsetja íbúð fyrir útleigu til ferðamanna. Af óviðráðanlegum ástæðum neyðast þau skyndilega til að hýsa ferðamann í hálfköruðu húsnæðinu, sem leiðir af sér atburðarás sem ekkert þeirra hefði nokkurn tíma órað fyrir.

Sýningar verða í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi og sýnt verður á eftirtöldum dögum:

Laugardagur 22. janúar kl. 20.00 (frumsýning, uppselt)
Sunnudagur 23. janúar kl. 20.00
Þriðjudagur 25. janúar kl. 20.00
Fimmtudagur 27. janúar kl. 20.00
Laugardagur 29. janúar kl. 20.00
Sunnudagur 30. janúar kl. 20.00

Miðaverð 2.500 kr.
Miðapantanir á leikfelag@gmail.com.

Athugið að vegna sóttvarna er takmarkað sætaframboð.