Leikhópurinn Umskiptingar sýnir einleikinn LÍF á Reykjavík Fringe Festival. Tvær sýningar verða í Iðnó 27. og 28. júní. LÍF er tæplega klukkustundar langur einleikur þar sem Sissa Líf, hin landsfræga tónlistarkona, heldur uppi stuðinu.
Það er Margrét Sverrisdóttir sem skrifar verkið og leikur, Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrir, Eggert Hilmarsson semur tónlist og Kristrún Eyjólfsdóttir texta lags. Sindri Swan var hægri hönd leikstjóra og sá um ljósmyndun.

“Þetta ár! Jesúsminn. Ekki alveg venjulegt. Hvað ætli gerist eiginlega næst? Það er búið að vera upp og niður og út og suður. Ansi tæpt og ég vissi ekki hvernig það myndi fara en svo opnaðist gluggi. Tímabundinn gluggi en það er ekki eftir neinu að bíða hvort sem er. (Öll umfjöllun er góð umfjöllun). Og núna læt ég vaða. Loksins kombakk. Það verður geðveikt. Það vinnur allt með okkur núna því spotljósið er á okkur”.

Miðar fást hér: rvk.ssboxoffice.com/events/lif/
Hægt er að fylgjast með Umskiptingum á Facebook og á Instagram.