fbpx

Flokkur: Vikupóstur

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2022

Þrátt fyrir óvissu vegna Covid, stefnir Þjóðleikhúsið á val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins næsta vor. Þjóðleikhúsið hefir verið í samstarfi við Bandalagið í tæpa þrjá áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið  boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Covid hefur komið í veg fyrir valið síðastliðin tvö ár en að óbreyttu er stefnt á að velja sýningu á vori komanda. Að þessu sinni verður hægt að sækja um fyrir sýningar sem frumsýndar voru leikárin 2020-21 og 2021-22 fram til loka umsóknarfrests sem er 20. apríl 2022. Sótt er um á...

Read More

Lífsins leikur – hlaðvarp um leiklistina í landinu

Leikhópurinn Leikfjelagið sem Arnfinnur Daníelsson og Halldóra Harðardóttir standa að, hefur hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Lífsins leik. Í fyrsta þætti ræddu þau við formann og framkvæmdastjóra BÍL, þau Guðfinnu Gunnarsdóttur og Hörð Sigurðarson um þessi rúmlega 70 ára samtök áhugaleikfélaga á landinu. Þennan fyrsta þátt má hlýða á hér. Ætlun tvíeykisins er að halda áfram umfjöllun  leikfélögin í landinu og ástæða til að hvetja leiklistaráhugafólk að fylgjast með. Upplýsingar um Leikfjelagið og hlaðvarpið má finna...

Read More

Jólakveðja frá Bandalaginu 2021

Bandalag íslenskra leikfélaga óskar aðildarfélögum, félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla. Lokað verður á Þjónustumiðstöð frá og með 23. desember. Opnum aftur 4. janúar 2022. Vefverslun Leikhúsbúðarinnar er altaf opin. Sendingar gætu þó dregist um 1-2...

Read More

Leikhúsmál – nýtt hlaðvarp

Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur komið á koppinn nýju hlaðvarpi um leiklist og leikhús. Hlaðvarpið nefnist Leikhúsmál og er nafn þáttarins nefnt eftir samnefndu tímariti er leikarinn Haraldur Björnsson gaf út um miðja síðustu öld. Umsjónarmaður Leikhúsmála er Elfar Logi Hannesson, leikari Kómedíuleikhússins og upptakari er Marsibil G. kristjánsdóttir. Leikhúsmál er vikulegur hlaðvarpsþáttur en hver þáttur er frumfluttur á fimmtudegi og er síðan aðgengilegur á öllum streymisveitum. Í Leikhúsmálum er fjallað um leikhúsið á breiðum grunni. Þrír þættir eru komnir í loftið svo nú þegar er hægt að byrja að hlusta á Leikhúsmál. Í fyrsta þætti Leikhúsmála er stutt kynning...

Read More

Hugleikur í hryllilegum leik

Um síðustu helgi sýndi Leikfélagið Hugleikur stuttverkadagskrána Hrollleikur, þar sem frumsýnd voru 5 stuttverk eftir höfunda félagsins. Þema dagskrárinnar var hrollur og hryllingur í ýmsum myndum og reyndust verkin sem af þessu þema spruttu afskaplega fjölbreytt – en um leið mjög í anda Hugleiks. Vegna heimsfaraldursins var dagskráin aðeins sýnd einu sinni, en hægt var að fylgjast með henni í streymi. Upptökur af dagskránni eru nú komnar á Vimeo í tveimur hlutum: • Hrollleikur – fyrri hluti • Hrollleikur – seinni hluti • Sjá líka leikskrá sýningarinnar hér. Meðfylgjandi myndir eru teknar á sýningu og...

Read More

Í fylgd með fullorðnum – áheyrnarprufur

Í fylgd með fullorðnum er nýtt leikrit eftir Pétur Guðjónsson sem Leikfélag Hörgdæla mun frumsýna í mars á næsta ári. Áheyrnarprufur verða haldnar á Melum í Hörgárdal sunnudaginn 5.desember milli 10 og 14. Leitað er eftir leikurum á öllum aldri, um barna og unglingahlutverk er líka að ræða. Æfingar munu fara fram á Melum í febrúar og mars. Frumsýnt í mars. Áhugasamir sendi póst á leikfelaghorgdaela@gmail.com og við sendum til baka hvernig prufur fara fram og nánari tímasetningu. Í fylgd með fullorðnum fjallar um Birnu sem stendur á tímamótum í lífinu. Það má segja að seinni hálfleikur blasi við. Hún lítur...

Read More

Skrifað um Smán

Smán eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Sindra Swans í uppsetningu Freyvangsleikhússins Það þarf sannarlega hugrekki að taka frumsamið verk og setja á svið hjá áhugaleikhúsi og hvað þá í miðjum faraldri. Freyvangsleikshúsið hélt handritasamkeppni fyrir um 2 árum og þetta verk var hlutskarpast á endanum. Ég vissi ekkert um hvað verkið var er ég settist inn í notalegan salinn í Freyvangi síðastliðið föstudagskvöld. Ég hef oft komið þarna en það kom skemmtilega á óvart sviðsuppsetningin, en hún er mjög vel útfærð. Nýting á hverju skoti fullkomin, stór bar og glerveggur þar sem Bautinn blasti við í baksýn. Látlaust...

Read More

Ronja ræningjadóttir á Króknum

Leikfélag Sauðárkóks frumsýnir sunnudaginn 14. nóvember, barnaleikritið Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Sýnt er  í Bifröst á Sauðárkróki . „Ronja er eitt af mörgum frábæru leikverkum Astridar en hefur kannski ekki náð alveg sama flugi og önnur eins og t.d. Lína Langsokkur og Emil í Kattholti, sem mér finnst persónulega skrýtið því Ronja er bæði fjörugt og fallegt leikverk og það sama má segja um tónlistina í verkinu,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður LS. Ronja ræningjadóttir fjallar um dóttur ræningjaforingjans Mattíasar og hvað gerist þegar hún tekur upp á því að vingast við Birki, son...

Read More

Líf og fjör hjá Leikfélagi Selfoss

Leikfélag Selfoss Beint í æð  Höfundur: Ray Cooney Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Á mínum ungdómsárum voru sýndir þættir í sjónvarpinu sem hétu Líf og fjör í læknadeild. Þættir þessir komu upp í hugann á sýningunni Beint í æð eftir Ray Cooney. Leikritið gerist á spítala og  í þessari uppsetningu er sá spítali Landakot og blasir Landakotskirkja við út um glugga sem er á leiksviðinu. Í leikritinu er ekki verið að fjalla um spítala með mikinn flæðivanda og lítið fer fyrir sögum af heilbrigðisstarfsfólki sem er að sligast. Í verkinu Beint í æð leikur starfsfólk spítalans...

Read More

Stúart litli í Mosfellsbæ

Leikfélagi Mosfellssveitar frumsýndi Stúart litla, glænýjan fjölskyldusöngleik föstudaginn 5.nóvember. Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart Litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við. Blær Kríli vill ekkert meira í heiminum en að eignast lítinn bróður. Friðrik Kríli og Nóra Kríli kynnast lítilli mús að nafni Stúart, kolfalla fyrir honum og ættleiða hann. Blær og heimiliskötturinn Snjói verða hins vegar ekki sátt við nýja fjölskyldumeðliminn. Við fylgjumst með Stúart takast á við ýmsar áskoranir og lenda í skemmtilegum ævintýrum. Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru feðginin Elísabet Skagfjörð sem leikstýrir og Valgeir Skagfjörð sem semur alla tónlist...

Read More

Fyrsti kossinn frumsýndur

Föstudagskvöldið 22.október frumsýndi Leikfélag Keflavíkur söngleikinn „Fyrsti kossinn“ í Frumleikhúsinu. Söngleikurinn er saminn af þeim Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa starfað innan leikfélagsins í mörg ár. Leikstjóri sýningarinnar er Karl Ágúst Úlfsson og danshöfundur Brynhildur Karlsdóttir. Uppselt var á frumsýninguna og óhætt að segja að stemningin hafi verið ótrúleg þar sem fólk ýmist hló og grét á milli þess sem það söng með lögunum. Sýningin er sett upp í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Keflavíkur og til heiðurs keflvíska rokkaranum Rúnari Júlíussyni en öll lögin tengjast ferli þessa einstaka tónlistarmanns með stóra hjartað. Sýningin...

Read More

Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Tom, Dick og Harry

Sundurlimuð lík, smygl og ólöglegir innflytjendur var ekki beint það sem Tom og Linda sáu fyrir sér daginn sem konan frá ættleiðingarstofunni ætlaði að koma til að taka út aðstæður á heimilinu. Dick og Harry, hinir vitgrönnu bræður Tom, sjá hinsvegar til þess að allt fer úrskeiðis sem mögulega getur gert það. Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir vandræðafarsann Tom, Dick og Harry í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar að Iðavöllum um helgina. Verkið er eftir þá feðga Ray og Michael Cooney en Cooney eldri hefur verið ókrýndur konungur farsans um margra ára skeið. Níu leikarar taka þátt í sýningunni en mest mæðir á Víði...

Read More
Loading