Námskeið í leikritun á Selfossi
Leikfélag Selfoss stendur fyrir námskeiði í leikritun nú í janúar. Leiðbeinandi er Karl Ágúst Úlfsson en námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Fjallað verður um listina að segja sögu á sviði, helstu hugtök í leikritun, svo sem persónusköpun, uppbyggingu og framvindu. Nemendur kynnast aðferðum leikskáldsins og ráðum til að ná flæði í vinnu og texta. Unnið verður með stutt leikrit, 5-10 bls., með upphafi, miðju og endi. Einnig verður drepið á helstu skólum og kenningum í leikritun. Karl Ágúst lauk meistaragráðu í leikritun og handritagerð í Bandaríkjunum árið 1994. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda verka fyrir...
Read More