fbpx

Flokkur: Vikupóstur

Fyrsti kossinn í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur fagnar 60 ára afmæli með 100. leiksýningu félagsins. Í ár fagnar leikfélagið 60 ára afmæli og af því tilefni verður söngleikurinn „Fyrsti kossinn“ frumsýndur í Frumleikhúsinu þann 22. október nk. Sýningin er jafnframt sú 100. í sögu félagsins ef rétt er talið og því ber að fagna eins og segir í fre´ttatilkynningu frá félaginu. Fyrsti kossinn er söngleikur saminn af Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa leikið og setið í stjórn LK í mörg ár. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars heitins Júlíussonar en eins og...

Read More

Samlestur á Selfossi

Leikfélag Selfoss boðar til samlestrar á gamanleik sem ætlunin er að setja upp í vetur. Samlesturinn er opin öllum áhugasömum 18 ára og eldri, hvort sem áhuginn liggur á sviði leiklistar eða bak við tjöldin. Að vanda er tekið sérstaklega vel á móti nýju fólki sem hefur áhuga á að bætast í hina sístækkandi leikhúsfjölskyldu félagsins eða vill einfaldlega kynna sér starf leikfélagsins betur. Samlesturinn er í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi miðvikudaginn 15. september kl. 20:00. Leikstjóri verður Gunnar Björn Guðmundsson. Gunnar Björn hefur unnið jöfnum höndum í leikhúsi og kvikmyndum síðan 1996. Á þessum árum hefur...

Read More

Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu

Hinn bráðfjörugi brúðuleikur Kómedíuleikhússins um Bakkabræður er sló í gegn fyrir vestan í sumar heldur nú suður á svið. Bakkabræður hafa komið sér vel fyrir i Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og er fyrsta sýning laugardaginn 19. september kl.13.00. Önnur sýning verður daginn eftir kosningar, sunnudaginn 26. september kl.13.00. Miðasla fer fram á tix.is og í Gaflaraleikhúsinu. Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins. Lögin í sýningunni...

Read More

Sigurður Illugason Listamaður Norðurþings 2021

Sigurður Illugason hefur verið valinn Listamaður Norðurþings 2021. Sigurður hefur verið öflugur félagsmaður og virkur leikari í röðum áhugahreyfingarinnar um árabil. Hann hefur tekið þátt í nær hverri einustu uppsetningu Leikfélags Húsavíkur, eins elsta og virtasta áhugaleikfélags landsins, undanfarin 30 ár. Valið á Sigurði sem Listamanni Norðurþings er viðurkenning á mikilvægi áhugahreyfingarinnar í listalífi landsins.  Sigurður hefur einnig getið sér gott orð sem tónlistarmaður og er t.d. annar höfunda baráttusöngs Bandalagsins, Allt fyrir andann. Sjá nánar á vef...

Read More

Í myrkri eru allir kettir gráir

Leikhópurinn Umskptingar frumsýnir tvíleikinn Í myrkri eru allir kettir gráir 18. september næstkomandi. Sýningin er svokallaður tvíleikur, eða tveir einleikir sýndir sama kvöldið. Verkin eru að mörgu leyti ólík en fjalla þó bæði í grunninn um mennskuna og hvernig fólk glímir á ólíkan hátt við áföll. Facebooksiðu Umskiptinga er að finna hér og á 
Instagram: @umskiptingar.leikhopur. Frumsýnt verður 18. september næstkomandi klukkan 20:00 í Hlöðunni, Litla-Garði og miðasala fer fram á Tix.is Næstu sýningar verða 25. sept. 26. sept. 30. sept. og 1. okt. Í hverri viku rennur hluti andvirðis seldra miða til góðgerðarmála. Fyrstu vikuna renna 15% af miðasölu til Rauða krossins. Fyrra verk...

Read More

Tækninámskeið í Þjóðleikhúsinu

Fræðsludeild Þjóðleikhússins mun standa fyrir tækninámskeiðum dagana 1. – 3. okt. þar sem farið verður yfir helstu atriði er varða ljósatækni og hljóðtækni.Námskeiðíð er ætlað ljósa og hljóðmönnum áhugaleikhúsa, félagsmiðstöðva og þeirra sem vinna með ljós og hljóð á öðrum vettvangi. Þáttakendur þurfa að hafa náð 16-17 ára aldri og hafa eitthvað fengist við ljósa og hljóðvinnu áður. (Ekki byrjendanámskeið). Námskeiðið verður kennt í Þjóðleikhúsinu og leiðbeinendur er tæknimenn Þjóðleikhússins. Námskeiðið stendur dagana 1-3 okt. og er ca. 5 klst. Námskeiðið kostar kr. 20.000 per. þáttakanda fyrir hvort námskeið. Fjöldi þátttakanda miðast við 16 pers. Fyrstur kemur – fyrstur fær!...

Read More

Tækifærisleikhús – Pop-up-leikhús

Leikfélag Hafnarfjarðar býður gesti og gangandi velkomna í tækifærisleikhús (pop-up-leikhús) næstkomandi laugardag, 11. september. Frá morgni og fram undir kvöld verður hægt að koma í leikhúsið í Kapellu St. Jó, Suðurgötu 41, og fylgjast með leikritum verða til – frá sköpun til sýningar. Öllum sem vilja er jafnframt boðið að taka þátt í verkefninu, hvort sem er að skrifa, leika eða hvort tveggja. Engrar reynslu er krafist, bara koma og prófa og upplifa gleðina sem felst í því að skapa í skemmtilegum hópi. Ekki er þörf á því að tilkynna eða skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta. Dagskrá: Kl....

Read More

Námskeið í gamanleik á Selfossi

Leikfélag Selfoss stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna (16 ára og eldri). Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gunnar Björn Guðmundsson sem hefur einnig verið ráðinn leikstjóri fyrir verk vetrarins. Námskeiðið er þriggja daga leiklistarnámskeið með áherslu á gamanleik. Þetta er skapandi leiklistarnámskeið þar sem unnið er með leikgleði, samvinnu, sjálfstraust, spuna og virka hlustun. Leitast er við að reyna að finna út af hverju við erum fyndin. Hvað fær fólk til að hlæja og hvernig höldum við í leikgleðina. Unnið verður með leiki og spuna til að skapa persónur og aðstæður. Námskeiðið hentar öllum bæði byrjendum sem og lengra komna. Námskeiðið...

Read More

Act alone frestað

Leiklistar- og listahátíðinni Act alone hefur verið frestað í ár. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum segir: “Hve lífið getur verið einstakt og einleikið. Annað árið í röð verðum við að fresta okkar árlegu Act alone leiklistar- og listahátíð á Suðureyri. Hátíðin átti að vera haldin hátíðleg í næstu viku, 5. – 8. ágúst og var það jafnframt okkar 18 ár, bara komin í góðan Whiskýárgang, en því miður.  Víst er Actið alveg einstakt í hinni íslensku hátíðarflóru en við viljum hins vegar ekki vera ein og stök í hátíðardeildinni. Allt í kring er verið að fresta og eða aflýsa hátíðum...

Read More

Opnunartímar í sumar

Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga verður lokuð 12. júlí – 7. ágúst.Athugið að vefverslun Leikhúsbúðarinnar er áfram opin allan sólarhringinn en afgreiðsla pantana gæti tekið ögn lengri tíma í sumar en venjulega. Fyrirspurnir má senda á...

Read More
Loading