Flokkur: Vikupóstur

Umsóknarfrestur til 10. júní

Frestur til að skila umsóknum um styrk vegna starfsemi áhugaleikfélaga rennur út 10. júní næskomandi. Umsóknareyðublað er að finna á Leiklistarvefnum. Nánari upplýsingar um innskráningu og annað er lýtur að umsókninni er hægt að fá á Þjónustumiðstöð BÍL í síma 551-6974 eða info@leiklist.is. Sama gildir um upptökur af sýningum sem hlaða þarf upp á...

Read More

Heimsókn í Freyvang á netinu

“Það er misjafnlega djúpt á þessu listræna elementi hjá fólki, en það blundar á einhvern hátt í okkur öllum.” Þó ekki sé hægt að fara í leikhús þessa dagana er hægt að fræðast aðeins um starfsemi þeirra sumra. Bakvið tjöldin: Freyvangsleikhúsið er skemmtilegur og fræðandi þáttur sem  sjónvarpstöðin N4 gerði um Freyvangsleikhúsið og sem hægt er að horfa á hér á netinu. Rætt er við ýmsa sem komið hafa að starfi félagsins í gegnum tíðina.  ...

Read More

Leikritasamkeppni Þjóðleikhúss og RÚV

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir fjórum nýjum íslenskum leikritum fyrir nýtt Hádegisleikhús Þjóðleikhússins og Sunnudagsleikhús RÚV.Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust og er það hluti af fjölmörgum nýjungum í starfsemi leikhússins í haust. Hádegisleikhúsið kemur til viðbótar við aðra starfsemi Þjóðleikhússins og sýningum á hefðbundnum sýningartímum.  Þar munu gestir njóta leiksýningar um leið  og þeir snæða hádegisverð. Hádegisleikhúsið verður starfrækt í Þjóðleikhúskjallaranum sem fær andlitslyftingu í sumar. Fjórar leiksýningar verða frumsýndar í Hádegisleikhúsinu á næsta leikári.Í tengslum við þessa nýjung hleypir leikhúsið og RÚV af stokkunum nýju samstarfsverkefni. Auglýst er eftir handritum að fjórum nýjum íslenskum verkum sem...

Read More

Leiklistin skorar Covid-19 á hólm

Í því óvenjulega og erfiða ástandi sem ríkir þessar vikurnar er ánægjulegt að sjá að áhugaleikfélögin láta engan bilbug á sér finna. Samkomubannið hefur eðlilega stöðvað venjubundið starf á leiksviðinu en listin finnur sér alltaf farveg. Leikfélag Keflavíkur hefur verið með útsendingar á leiksýningum á vefnum og Sauðkræklingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Að öllu jöfnu væri allt á fullu nú um mundir á Króknum við æfingar á leikriti fyrir Sæluviku en þess í stað bjóða þau upp á leikritið Fylgd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson sem jafnframt leikstýrir en hana þau settu upp á Sæluviku á síðasta...

Read More

Val á AÁÁ fellt niður í ár

Vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem Covid-19 og samkomubann skapa, sér Þjóðleikhúsið sig tilknúið til að fella valið á athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins niður í ár.  Óvissa ríkir um allt skipulag í leikhúsinu auk þess sem mörgum fyrirhuguðum leiksýningum aðildarfélaga BÍL hefur verið frestað fram á næsta haust. Valið fellur því niður á þessu leikári, en eins og segir í skilaboðum frá Þjóðleikhúsinu: “… við tökum ótrauð upp þráðinn að nýju á næsta...

Read More