Flokkur: Vikupóstur

Opnunartímar í sumar

Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga verður lokuð 11. júlí – 9. ágúst. Athugið að vefverslun Leikhúsbúðarinnar er áfram opin allan sólarhringinn. Afgreiðsla pantana gæti þó tekið ögn lengri tíma í sumar en venjulega. Fyrirspurnir má senda á...

Sjá meira

Leikilstarskóla BÍL slitið í 25. sinn

Leiklistarskóla BÍL var slitið í 25 sinn um liðna helgi. Fjörutíu nemendur útskrifuðust af 3 námskeiðum en auk þeirra voru 11 höfundar í heimsókn að vinna að verkum sínum. Haldin voru námskeiðin Leiklist I í stjórn Ólafs Ásgeirssonar, Leikstjórn II sem Jenný Lára Arnórsdóttir stýrði og sérnámskeiðið Hvernig segjum við sögu? í stjórn Ágústu Skúladóttur.  Þau tíðindi voru tilkynnt á lokakvöldi að skólastýrur til 15 ára, þær Dýrlif Jónsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir myndu nú láta af störfum. Var þeim klappað lof í lófa og þær leystar út með gjöfum með þakklæti fyrir fórnfúst starf í þágu skólans í einn...

Sjá meira

Þetta ár, Jesús minn!

Leikhópurinn Umskiptingar sýnir einleikinn LÍF á Reykjavík Fringe Festival. Tvær sýningar verða í Iðnó 27. og 28. júní. LÍF er tæplega klukkustundar langur einleikur þar sem Sissa Líf, hin landsfræga tónlistarkona, heldur uppi stuðinu. Það er Margrét Sverrisdóttir sem skrifar verkið og leikur, Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrir, Eggert Hilmarsson semur tónlist og Kristrún Eyjólfsdóttir texta lags. Sindri Swan var hægri hönd leikstjóra og sá um ljósmyndun. “Þetta ár! Jesúsminn. Ekki alveg venjulegt. Hvað ætli gerist eiginlega næst? Það er búið að vera upp og niður og út og suður. Ansi tæpt og ég vissi ekki hvernig það myndi fara...

Sjá meira

Leikkonan og fíflið

Listahópurinn Kvistur sendir frá sér fjórða leikritið í röð hlaðvarpsleikrita en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs. Leikritið er eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttir og var skrifað árið 2016 og vann þá meðal annars örleikrita samkeppni Uppsprettunnar. Leikkonan og fíflið fjallar um stöðu leikhússins sem samfélagsrýnis en í gegnum samræður leikkonunnar við fíflið er snert á sögu leikhússins og velt upp spurningum um hlutverk leikarans og áhorfandans. Leikarar eru Gunnar Jónsson og Eyrún Ósk Jónsdóttir en Óskar Harðarson  sér um tónlist og hljóðmynd. Hægt er að hlusta á verkið hér. Verkið er styrkt af Menningarnefnd...

Sjá meira

Heimsþing samtaka um leikhúsrannsóknir haldið á Íslandi

Í júní heldur Hugvísindasvið HÍ ráðstefnu um leikhús- og sviðslistarannsóknir. Yfirskrift ráðstefnunnar er Shifting Centres – In the middle of nowhere. Ráðstefnan er á vegum International Federation for Theatre Research, en hún er haldin árlega. Ráðstefnan fer fram á ensku. Heimsþingið hér á Íslandi hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, að frumkvæði nokkurra íslensku leikhúsfræðinganna Magnúsar Þórs Þorbergssonar og Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur. Í fyrra var ráðstefnan haldin á Írlandi, en þurfti að fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Síðasta staðarráðstefna IFTR var í Shanghai í Kína árið 2019. Ráðstefnan hér verður svokallað heimsþing, eða World congress, en ráðstefnurnar kallast það þegar...

Sjá meira

Samlestur kominn í loftið

Samlestur er nýtt hlaðvarp,  skemmtiþáttur þar sem stjórnendur elta uppi sköpunarglatt fólk úr áhugaleikfélögum landsins. Viktor Ingi Jónsson og Lilja Guðmundsdóttir sem stýra þættinum, setjast niður í hverri viku með „… sturluðum leikstjórum, fárveikum leikhúsbakteríusjúklingum, geggjuðum leikurum, brjálæðislega skapandi höfundum og öllu klikkaða liðinu á bakvið tjöldin“ eins og segir í fréttatilkynningu. Markmið með hlaðvarpinu er að búa til vettvang fyrir listamenn og félög/hópa af öllum toga til að koma verkum sínum á framfæri, vekja athygli á áhugaleikfélögunum og samfélaginu sem þau hafa að geyma og sýna hversu mikilvægt þetta samfélag er fyrir svo marga. Stjórnendur stenfa að því...

Sjá meira

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 11. maí

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2022 verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir félagsins eru heimilislegir, léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir. Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn í liðnum önnur mál. Tillögur til laga- eða skipuritsbreytinga má leggja fyrir aðalfund,...

Sjá meira

Litla Act alone – Ókeypis í leikhús á Vestfjörðum

Heimsveiran hefur haft gífurlega mikil áhrif á listalíf hér á landi sem og um heim allan. Þannig hefur elsta leiklistarhátíð landsins, Act alone, ekki verið haldin síðan 2019. Hátíðin hefur þó leitað leiða í faraldrinum til að starfa áfram og í stað hinnar árlegu hátíðar, hefur Litla Act alone verið haldin í staðinn. Á Litla Act alone er öllum grunn- og leikskólabörnum á Vestfjörðum boðið á leiksýningu. Litla Act alone verður haldin vikuna 9. – 13. maí og verða alls sýndar 16 ókeypis leiksýningar fyrir æsku Vestfjarða. Leiksýningar ársins á Litla Act alone eru fjórar og er fjölbreytileikinn í...

Sjá meira

Áhugaleiksýningar ársins 2022

Val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins var tilynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL í kvöld. Björn Ingi Hilmarsson úr dómnefnd Þjóðleikhússins mætti á sumkunduna og tilkynni valið. Eftir 2 ára stopp af völdum Covid ákvað dómnefndin að velja ekki bara eina heldur tvær leiksýningar. Fyrir valinu urðu sýning Leikflokks Húnaþing vestra á Pétri Pan og sýning Leikfélags Keflavíkur á Fyrsta kossinum. Á myndinni má sjá Björn Inga ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra. Leikfélögunum er boðið að koma og sýna í Þjóðleikhúsinu fyrstu vikuna í júní. Nánar verður...

Sjá meira

Nei, ráðherra á Króknum

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir hinn vel þekkta farsa Nei, ráðherra eftir Ray Cooney, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar, sunnudaginn 24. apríl klukkan 20:00.  Leikstjóri er Jóel Sæmundsson. Alls koma 35 manns að sýningunni, þar af eru 10 leikarar en  leikarahópurinn er blandaður reynsluboltum  og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. Nei, ráðherra  er allt í senn sigildur, hraður, snúinn og fyndinn gamanleikur og fullur af sígildu hráefni farsans svo sem misskilningi, framhjáhaldi, ást og hurðaskellum. Æfingatímabilið hefur gengið vel sem er mikil breyting hjá félaginu eftir hremmingar vegna Covid undanfarin misseri. Sýningar verðar 13 talsins og miðasala er...

Sjá meira

Leikfélag Mosfellssveitar heiðrar Maríu

Sýningin Ó María verður frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar laugardaginn 23. apríl. Sýningin er til heiðurs Maríu Guðmundsdóttur sem var félagi LM til margra ára, ástsæl innan áhugahreyfingarinnar og landsþekkt fyrir leik sinn í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. María skrifaði fjölmörg leikrit og leikþætti og verða margir þættir hennar á dagskránni þar sem söngur, grín og gleði ráða för. Sýningar vereða sem here segir:  Frumsýning föstudaginn 29. apríl kl. 19:30 – UPPSELT 2. sýning laugardaginn 30. apríl kl. 20 3. sýning föstudaginn 6. maí kl. 20 4. sýning laugardaginn 7. maí kl. 20 5. sýning föstudaginn 13. maí kl. 20...

Sjá meira

Bót og betrun á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun eftir Michael Cooney í Sævangi, á Páskadag 17. apríl kl. 20.00. Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni að þessu sinni, fimm karlar og fimm konur, hvortveggja þaulvanir leikarar og nýliðar með leikfélaginu. Leikstjóri er Sigurður Líndal. Sýningar verða sem hér segir: Frumsýning á Páskadag, 17. apríl 2. sýning, annan í páskum 18. apríl 3. sýning, sunnudaginn, 24. apríl 4. sýning, föstudaginn, 29. apríl Lokasýning, laugardaginn 30. apríl Ólíklegt er að Leikfélagið komist í leikferð eins og vanalega svo ástæða er til að hvetja fólk til að mæta í Sævang meðan hægt er. Sauðfjársetrið í Sævangi...

Sjá meira
Loading