Leiklistarklúbburinn Melló sem er leikfélag nemendafélags framhaldskóla Vesturlands á Akranesi frumsýnir söngleikinn Útfjör (Fun Home) í Bíóhöllinni á Akranesi 24. mars kl. 20.00. Önnur sýning er 27. mars kl 20.00. Miðaverð er 3.500kr.

Söngleikurinn Útfjör (Fun Home) er byggður er á teiknimyndasögu bók eftir Alison Bechdel. Útfjör (Fun Home) vann Tony-verðlaununum 2015 fyrir besta handrit , bestu tónlist og einnig besti söngleikurinn.
Söngleikurinn sannsögulegur og fjallar um Alison Bechdel sem er að gera upp ævi sína. Sagan er sögð á þremur aldursskeiðum. Alison fullorðin er að rifja upp æsku sína á útfararstofu fjölskyldunnar Útfjöri eins og krakkarnir kalla hana og háskólaárin þar sem hún uppgötvar kynhneigð sína og kemur út úr skápnum. Alison skoðar samband sitt við fjölskylduna og þá sérstaklega samband sitt föður sinn sem framdi sjálfsmorð á svipuðum tíma og hún er að koma út úr skápnum.
Þetta er falleg saga sem ætti að eiga erindi við alla.
Miðasala fer fram á á tix.is.

Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsdóttir
Tónlistarstjórn: Eðvald Lárusson
Söngþjálfun og stjórn: Elfa Margrét Ingvadóttir
Höfundar: Jean Tesori og Lisa Kron
Þýðing á texta: Anna Gunndís Guðmundsdóttir
Þýðing á söngtextum: Einar Aðalsteinsson
Byggt á bókinni Fun Home: A Family Tragicomic eftir Alison Bechdel