fbpx

Flokkur: Fréttir

Ársrit BÍL 2020 komið út

Ársrit BÍL fyrir leikárið 2019-20 er komið út. Í því er að finna upplýsingar, tölfræði og ýmsan fróðleik um starfsemi Bandalagsfélaganna á síðasta leikári sem sannarlega var eftirminnilegt fyrir ýmsar sakir. Ársritið er að finna hér í PDF formi: Ársrit – Stakar síður Ársrit – Opnur...

Read More

Dagbók Önnu Frank aftur á svið

Freyvangsleikhúsið frumsýndi nýja leikgerð á Dagbók Önnu Frank í febrúar á þessu ári en þurfti að hætta sýningum vegna samkomubanns í Covid-19 faraldrinum. Leikfélagið er þó ekki tilbúið að kveðja verkið og býður því upp á nokkrar sýningar á nýju leikári. Verkið verður eingöngu sýnt í október. Jafnframt mun félagið fylgja settum reglum og gildandi takmörkunum varðandi samkomuhald og því er aðeins takmarkaður sætafjöldi í boði fyrir hverja sýningu. Miðapantanir eru í síma 857-5598 og á tix.is. Sýning Freyvangsleikhússins er ný leikgerð og þýðing sem hefur ekki verið sett upp áður hér á landi. Þessi nýja leikgerð inniheldur kafla sem voru...

Read More

Aðalfundur BÍL haldinn í Kópavogi

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn í Kópavogi laugardaginn 19. sept. Fundinum hafði verið frestað síðastliðið vor vegna Covid-19 en ákveðið var að halda fundinn nú með breyttu sniði og ljúka honum á einum degi. 12 aðildarfélög sendu fulltrúa og einnig var fundinum streymt á vefnum þar sem fleiri gátu fylgst með. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf en það markverðasta þar fyrir utan voru vafalaust tillögur  að verklagsreglum sem Hrefna Friðriksdóttir hafði unnið að beiðni stjórnar og kynnti á fundinum. Verklagsreglurnar sem aðalfundur samþykkti að tækju þegar gildi, eru um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni í leiklistarstarfi...

Read More

Ljósa- og hljóðnámskeið í Þjóðleihúsinu

Þjóðleikhúsið stendur fyrir námskeiðum í annarsvegar lýsingu og hinsvegar hljóðvinnslu í leikhúsi nú í september. Námskeiðin eru ætluð þeim sem einhverja reynslu á viðkomandi sviði og eru hugsuð til að dýpka og víkka þekkingu viðkomandi. Námskeiðin verða haldin dagana 17. – 20. september sem hér segir (ATH! Tímar hafa breyst frá því þessi frétt birtist fyrst): Hljóðnámskeið: Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 17.30 -19.00 Lau 19. sept – Stóra svið – kl. 10.00 -13.00 Sun 20. sept – Stóra svið – kl. 13-14.30 Ljósanámskeið: Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 20 – 21.30 Lau 19. sept...

Read More

Beckett í borginni

Kómedíuleikhúsið frumsýndi nýtt leikverk, Beðið eftir Beckett vestur í Haukadal í ágúst og heldur nú suður til höfuðborgarinnar. Tvær sýningar verða í Tjarnarbíó, þri. 8. og mið. 9. september kl. 20.00. Höfundur verksins og leikstjóri er Trausti Ólafsson en Elfar Logi Hannesson leikur aðalhlutverkið. Í þessu grátbroslega verki bíður Leikarinn eftir að írska leikskáldið Samuel Beckett skrifi fyrir sig verk. Leikarinn styttir sér stundir með því að máta sig við persónur úr eldri leikritum skáldsins og bregður fyrir sig ögn af Dante, Artaud og Hallgrími Péturssyni. Eins og í sönnum grískum harmleik á Leikarinn von á sendiboða guðanna. Aðeins...

Read More


Nýtt og áhugavert