Leikfélagið Lauga frumsýndi leikritið Bréf frá Önnu, í félagsheimilinu Klifi þann 17. nóvember síðastliðinn. Þetta er önnur leiksýningin sem félagið setur upp en það var stofnað á síðasta ári. Fyrsta sýning félagsins var farsinn Sex í sama rúmi og var hún afar vel heppnuð. Að þessu sinni var ákveðið að fara í allt aðra átt í verkefnavali og fyrir valinu varð Bréf frá Önnu,  sakamálaleikrit af gamla skólanum.þar sem áhorfendur eru alla sýninguna að reyna að komast að því hver morðinginn er. Verkið er því afar spennandi en um leið er losað reglulega um hláturtaugarnar.
Það eru margar hendur sem koma að því að setja upp sýningu sem þessa og eru leikararnir blanda af reyndum og óreyndum leikurum. Það er Halldóra Unnarsdóttir sem leikstýrir verkinu að þessu sinni.

Tvær sýningar eru eftir og verða þær miðvikudaginn 22 nóvember og föstudaginn 24 nóvember. Miðasala er í hjá Sóleyju í síma 848-1505 og Nönnu í síma 865-7491 og einnig er hægt að panta miða á Facebooksíðu leikfélagsins.