Leikfélagið Hugleikur er 40 ára þetta leikárið. Því fagnar félagið með að setja aftur á svið vinsælasta leikrit félagsins frá upphafi; gamansöngleikinn Jólaævintýri Hugleiks sem nú hefur hvílst í 18 ár.
Jólaævintýrið byggir á Christmas Carol eftir Charles Dickens en að þessu sinni gerist verkið í íslenskum baðstofuraunveruleika í gamla daga. Ebeneser Skröggur er nískari og verri en nokkurri sinnum fyrr en öll vonska víkur að lokum fyrir sönnum jólaanda, kærleika og ást.
Höfundar verksins auk Charles Dickens, eru þau Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Piltarnir Bibbi og Toggi gerðu einnig tónlistina í verkinu (Ljótir hálfvitar og Skálmöld).
Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Björn Guðmundsson sem leikstýrði líka Húsfélaginu fyrir Hugleik fyrr á þessu ári. Svo hefur hann líka leikstýrt helling þess utan; áramótaskaupum, bíómyndum og yfir 40 uppsetningum áhugaleikfélaga um allt land. Verkið er fjölskylduvænt og Hugleikur lofar góðri skemmtun jafnt fyrir unga sem aldna.
Aðeins 2 sýningar eru eftir en sýnt er í Gamla bíó. Frumsýning var í gær, 10. desember og síðustu sýningar verða næstu helgi þ. 17. desember, kl. 16.00 og 20.00 báða daga. Miðasala er á tix.is.
Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vef Hugleiks og á Facebook.