Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Reykjum í Hrútafirði dagana 15. – 23. júní í sumar. Í boði verða 4 námskeið; Leiklist I í umsjón Ágústu Skúladóttur, Leikritun I í umsjón Karls Ágústs Úlfssonar, Leikstjórn IV sem Jenný Vala Arnórsdóttir stýrir og Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnars Guðbrandssonar. Einnig verður boðið upp á Höfunda í heimsókn. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars næstkomandi.