NEATA Network verkefninu lauk í Reykjavík í síðustu viku. NEATA eða Norður-Evrópsku Áhugaleikhússamtökin eru samstarfsvettvangur áhugaleikhússambanda á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Síðastliðið ár hafa fulltrúar NEATA-landanna níu, unnið að því að styrkja tengslanetið ásamt því að þróa nýjar leiðir til að vinna saman.
Fulltrúarnir funduðu í Helsinki síðastliðið haust, í Vilnius í mars og lokahnykkurinn var í Reykjavík í síðustu viku. Afrakstur verkefnisins er m.a. sá að skerpt hefur verið á tilgangi og markmiðum samtakanna og grunnur lagður að ýmsum sameiginlegum verkefnum næstu árin.

Aled Rhys-Jones, forseti  alþjóðaáhugaleiksambandsins AITA/IATA sat fundinn sem gestur. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra bauð hópnum í móttöku meðan á fundinum stóð. Bandalag íslenskra leikfélaga sá um skipulag fundarins hér heima. BÍL kann Þjóðleikhúsinu sérstakar þakkir fyrir að bjóða fram fundaraðstöðu fyrir hópinn. Fulltrúarnir yfirgáfu landið með sterka tilfinningu fyrir möguleikum og frekari þróun á samstarfinu. Nánar verður sagt frá afrakstri verkefnisins síðar. Hægt er að færðast nánar um NEATA á vef samtakanna, neata.eu.