Leikfélag Austur-Eyfellinga frumsýnir hið vinsæla leikrit Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20:00.
Leikritið fjallar um Steindóru, einmana ekkju, sem býr í blokk ásamt fleirum eldri borgurum. Hún rekst óvænt á ókunnan mann í bílnum sínum einn daginn þegar hún kemur úr búðinni. Hann er kaldur, hrakinn og illa áttaður, veit ekki hvaðan hann kom, eða hvert hann er að fara. Hún tekur hann heim með sér til að hlúa að honum, og þá hefst atburðarrás, sem aðrir íbúar blokkarinnar hafa sínar skoðanir á. Má bara hirða fólk nánast upp af götunni án þess að láta einhvern vita?
Leikstjóri sýningarinnar er Gunnsteinn Sigurðsson. Átta leikarar taka þátt í sýningunni auk fjölmargra aðstoðarmanna baksviðs.
Allar sýningar verða á Heimalandi Vestur-Eyjafjöllum. Aðgangseyrir kr. 3500 fyrir 12 ára og eldri en afsláttur gefinn fyrir 10 manna hópa eða fleiri. Posi verður á staðnum.
Miðapantanir á netfangið leikfelausture@simnet.is eða síma 8248889, 8460781 og 8430766.
Næstu sýningar verða föstudaginn 17. nóvember, sunnudaginn 19. nóvember og þriðjudaginn 21. nóvember. Sýningar hefjast kl. 20:00.