Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála, bauð fulltrúum þeirra félaga sem fengu styrk í ár, til móttöku í Norræna húsinu þriðjudaginn 7. nóvember. Ráðherra bauð fulltrúana velkomna og hélt stutta tölu þar sem hún kom inn á ótvírætt gildi þess starfs sem áhugafélögin sinna um land, allt ekki bara menningarlega heldur ekki síður félagslega. Lilja rifjaði m.a. upp þátttöku sína í uppfærslu á Eldfærum H.C: Andersen þegar hún var í grunnskóla og kvað það eitt það minnisstæðasta úr sinni skólagöngu. Ráðherranum og fulltrúunum gafst í kjölfarið tækifæri til að ræða laust og fast um áhugaleikstarfið um land allt og að sama skapi áherslur og stefnu ráðuneytisins í málaflokknum. Fóru menn öllu fróðari og upplýstari út þessari vel til fundnu og heppnuðu móttöku og hafi ráðherra og hennar fólk þökk fyrir framtakið.

17 félög sendu fulltrúa í móttökuna en af eðlilegum ástæðum áttu sum þeirra félaga sem eiga um lengri veg að fara erfiðara um vik. Myndin sýnir hópinn í móttökunni.