fbpx

Flokkur: Fréttir

Viltu skrifa sketsa?

Dóra Jóhannsdóttir, yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins 2017 og 2019 heldur NET-WORKSHOP! Inngang að Sketchaskrifum í desember. Þar kynnir Dóra ýmis hugtök og aðferðir við grínskrif og fer m.a yfir hvernig hún vann sketsa fyrir áramótaskaupið 2017 og 2019. Sketsar verða skoðaðir og greindir. Dóra lærði sketsaskrif hjá UCB í NY og The Second City í Chicago. Námskeiðið verður haldið á vefnum miðvikudag 16.des klukkan 20-22. Þátttökugjald er  5500 kr. og skráning er með nafni og kennitölu á netfangið...

Read More

Master class í leikstjórn með Yaël Farber

Í hinu alræmda veirustoppi nýtir Þjóðleikhúsið tækifærið og heldur námskeið fyrir leikstjóra. Námskeiðið er í formi tveggja daga Master Class með Yaël Farber sem leikstýrir Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Völdum hópi leikstjóra gefst hér einstakt tækifæri til að kynnast og læra af þessum margverðlaunaða leikstjóra sem leikstýrt hefur víða um heim og er stödd hér á landi vegna æfinga á leikritinu Framúrskarandi vinkonu. Frumsýningu hefur nú verið frestað þar til í mars en það gefur í staðinn tækifæri til að halda þetta námskeið. Nánari upplýsingar og skráning eru á vef...

Read More

Fullkomið brúðkaup á Fljótsdalshéraði

Leikfélag Fljótsdalshéraðs ákvað síðla sumars að taka áhættu og hefja æfingar á leikriti í miðju veirufári. Fyrir valinu varð hinn vinsæli farsi Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon.  Hinn margreyndi Guðjón Sigvaldason var ráðinn sem leikstjóri.  Guðjón kom austur í september og hafa æfingar gengið vel og Covid-19 ekki truflað þær. Æfingar eru nú á lokametrunum og frumsýnt verður laugardaginn 31. október á Iðavöllum. Aðeins verða 20 áhorfendur í salnum á hverri sýningu vegna sóttvarnareglna. Áhorfendarými er aðskilið frá rými leikara og tæknihóps í samræmi við sóttvarnareglur. Grímur hafa tengst leiksviðinu í gegnum tíðina en að þessu sinni verða allir áhorfendur í leikhúsinu með...

Read More

Athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2021

Þrátt fyrir mikla óvissu með leikstarf á yfirstandandi leikári, stefnir Þjóðleikhúsið á val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins næsta vor. Þjóðleikhúsið hefir verið í samstarfi við Bandalagið í rúma tvo áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið  boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu en síðasta vor kom Covid í veg fyrir valið. Í þeirri von að rofa fari til í kófinu er kemur fram á næsta ár er stefnt á að velja sýningu á vori komanda. Að þessu sinni verður hægt að sækja um fyrir sýningar sem frumsýndar voru í maí...

Read More

Covid kæfir leikstarfið

Leikstarf um allt land er í lamasessi vegna Covid. Þau félög sem komu á aðalfund sögðu stuttlega frá stöðu mála hjá sér á fundinum og hér má sjá hvað sagt var, með nokkrum viðbótum og breytingum vegna þess sem gerst hefur síðan fundurinn var haldinn: Leikfélag Mosfellsbæjar stefndi á að frumsýna Stuart litla þegar ósköpin dundu yfir síðasta vetur. Ákveðið hafði verið að frumsýna loks nú í október en nú eru þau plön aftur komin á ís um sinn. Hið öfluga barnastarf félagsins hefur verið í fullum gangi. Leikfélag Kópavogs sem þurfti að hætta sýningum á Fjallinu, hugðist taka...

Read More


Nýtt og áhugavert