Author: lensherra

Salka Valka – Frumsýning

Á laugardagskvöldið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu verkið Salka Valka eftir Halldór Laxness í leikgerð Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. Íslensk hetjusaga. Hvernig skyldu menn lifa og hvernig deyja í litlu þorpi undir háum fjöllum? Í landi þar sem auðurinn hefur safnast á fárra hendur? Peningar virðast liggja á lausu í útlöndum, þaðan koma menn ríkir heim og kaupa upp heilu plássin.   En nú tala menn um að breytingar geti verið í nánd.Hvernig skyldi fátækri aðkomukonu með óskilgetið stúlkubarn reiða af í slíku plássi?  Hver verða örlög þeirra?  Ilmur Kristjánsdóttir leikur Sölku Völku og Halldóra Geirharðsdóttir móður hennar Sigurlínu. Sveinn Geirsson leikur Arnald og Ellert A. Ingimundarson Steinþór. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Laddi (Þórhallur Sigurðsson), Margrét Helga Jóhannsdóttir, Marta Nordal og Theodór Júlíusson. Tónlist: Óskar og Ómar GuðjónssynirLjós: Kári GíslasonBúningar: Stefanía AdolfsdóttirLeikmynd: Jón Axel BjörnssonHreyfingar: Lára StefánsdóttirLeikstjóri: Edda Heiðrún Backman.Sýningin tekur um 2 og hálfan tíma í flutningi. Gert er hlé milli 2. og 3....

Sjá meira

Fyrirlestur um Wagner og Parísaróperuna

Í tilefni 10 ára afmælis Richard Wagner félagsins á Íslandi býður það öllum áhugamönnum um óperutónlist til fyrirlestrar Dr. Oswald Georgs Bauer í Norræna húsinu sunnudaginn 16. október klukkan 16. Fyrirlestur Bauers, sem verður á ensku, nefnist: „Tálvonir og listræn staðfesta – Wagner og Parísaróperan”. Greint verður frá því hvað Wagner sá og lærði við Parísaróperuna, aðdáun hans og gagnrýni.  Franski óperustíllinn  var ekki  í anda fyrirmynda Wagners þeirra Glucks, Mozarts og Beethovens  en varð undanfari að skemmtiiðnaði 20. aldar á Broadway og í Hollywood.Fyrirlesturinn hefst klukkan 16. Aðgangur ókeypis og öllum heimillOswald Georg Bauer er leikhúsfræðingur og einn af helstu kunnáttumönnum um uppsetningar á Wagneróperum frá upphafi til okkar daga. Hann er höfundur hinnar virtu bókar  „Richard Wagner – Die Bühnenwerke von der Uraufführung bis heute”, sem út kom árið 1982 hjá Propyläen forlaginu í Frankfurt. Bauer starfaði um árabil við Bayreuthhátíðina sem listrænn ráðgjafi og gegndi auk þess  starfi  fjölmiðlafulltrúa hátíðarinnar í nokkur ár. Hann er nú forstöðumaður Listaakademíunnar í...

Sjá meira

Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Enska leikskáldið Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels, samkvæmt tilkynningu sænsku akademíunnar, sem birt var klukkan 11. Segir akademían, að Pinter sé fremsti fulltrúi leiklistarinnar í Bretlandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann afhjúpi hengiflugið sem daglegt hjal fólks feli og ryðjist inn í lokuð herbergi kúgunarinnar. Þá segir akademían, að Pinter hafi endurskapað leikhúsið og lagt áherslu á grunnþætti þess: lokað rými og óútreiknanleg samtöl þar sem fólk er á valdi hvers annars og uppgerðin verður að láta undan síga. Pinter fæddist í Lundúnum árið 1930. Hann lék á sviði sem unglingur og fékk inngöngu í konunglega leiklistarskólann árið 1948 og lék á næstu árum í fjölda leikverka undir sviðsnafninu David Baron. Fyrsta leikrit hans, Herbergið, var sett upp árið 1957 í Bristol. „The Birthday Party" kom út sama ár og þótti fyrst algerlega misheppnað en hefur síðan orðið eitt af þekktustu verkum hans. Hann sló síðan í gegn með leikritinu „The Caretaker" (Húsvörðurinn) árið 1959. Endurminningar leika æ stærri þátt í verkum Pinters en þegar á sjöunda áratugnum var ljóst hversu mjög hann sótti efnivið í leikritin í eigið líf. Hann var einkabarn, sonur gyðinga og varð að yfirgefa heimili sitt á stríðsárunum. Helstu mótunarárin voru þó eftir stríð er unglingurinn Pinter féll inn í hóp menningarvita af gyðingaættum sem lásu Kafka og Dostojevskíj og horfðu á myndir eftir Bunuel. Samskipti vinanna er efni einu skáldsögu Pinters „The Dwarfs" (Dvergarnir)...

Sjá meira

Halldór í Hollywood – Frumsýning

Fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviði Þjóðleikhússins er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson en það verður frumsýnt á föstudag. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 – 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. En það var ekki auðvelt að sigra Hollywood þá frekar en nú og hræsnin í bandarísku samfélagi átti ekki upp á pallborðið hjá skáldinu. Hann varð fljótt gagnrýninn á efnalega mismunun og þjóðfélagslegt ranglæti. Í leikriti Ólafs Hauks sjáum við hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð fyrst og fremst til þess að hann fann Ísland á ný og gerðist íslenskur rithöfundur. Við sögu koma ýmsir vinir og velgjörðarmenn Halldórs frá Ameríkuárunum, nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood á þessum tíma eins og Charlie Chaplin og Greta Garbo og síðast en ekki síst allar konurnar í lífi hans. Ólafur Haukur Símonarson er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndahandrit, gefið út hljómplötur með eigin lögum og söngtextum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd víða en fyrsta leikrit hans sem tekið var til sýninga í Þjóðleikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragangur, Þrek...

Sjá meira

Nýtt verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Um helgina verður frumsýnt nýtt íslenskt verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það ber heitið "Hvað EF?" og í því er farið yfir staðreyndir varðandi vímuefnaneyslu. Verkið er efitir Einar Má Guðmundsson og Valgeir Skagfjörð sem einnig semur tónlist verksins ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Auk þess tók leikhópurinn virkan þátt í vinnu handrits, en hann skipa: Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Brynja Valdís Gísladóttir og Orri Huginn Ágústsson. Það eru 540 Gólf leikhús og SÁÁ sem standa að sýningunni í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið. Sýningin tekur 60 mínútur í flutningi og er ætluð nemendum í 9. og 10. bekk...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur