Author: lensherra

Æfingar hafnar á Króknum

Jens og risaferskjan er … Jens og risaferskjan er haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks í ár og hófust æfingar á verkinu nú á dögunum. Jens og risaferskjan er barnaleikrit sem byggt er á sögu eftir breska rithöfundinn Roald Dahl og verður það frumsýnt þann 29. október nk. í Bifröst. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson en hann þýðir jafnframt verkið og semur við það tónlist. Jens og risaferskjan segir frá dreng sem verður munaðarlaus þegar óður nashyrningur étur foreldra hans. Honum er þá komið fyrir hjá tveimur frænkum sínum sem eru vægast sagt andstyggilegar við hann og láta hann þræla myrkrana á milli. Dag einn hittir hann svo undarlegan mann sem gefur honum poka með litlum grænum ögnum. Jens missir úr pokanum yfir rætur gamla ferskjutrésins og við það fer risastór ferskja að vaxa á trénu. Þar með hefst ótrúlegt ævintýri Jens. Það hefur um árabil verið fastur liður í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks að setja upp barnaleikrit að hausti. Félagið frumsýnir svo jafnan annað verk í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl. Að þessu sinni taka 16 leikarar og þrír hljóðfæraleikarar þátt í sýningunni, þar af eru margir að taka í fyrsta sinn þátt í leiksýningu með félaginu. Roald Dahl er einn þekktasti barnabóka höfundur heims og á meðal þekktustu bóka hans eru Kalli og súkkulaðiverksmiðjan, Matthildur og...

Sjá meira

Velheppnuð fyrirlestrahelgi í Hafnarfirði

Nú um helgina stóð Leiklistarskóli Bandalagsins í fyrsta skipti fyrir fyrirlestrahelgi. Í þetta skiptið var umræðuefnið "Hinar þúsund þjalir leikstjórans" þar sem fjallað var um samvinnu leikstjórans við hina listrænu hönnuði leiksýningarinnar. Snillingarnir Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönnuður, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður, Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður og Egill Ingibergsson ljósahönnuður leiddu þáttakendur í allan sannleika um hina óteljandi  möguleika sem felast í leikhúsinu. Hin geðþekka leikhússkona Sigrún Valbergsdóttir stjórnaði síðan af röggsemi umræðum milli fyrirlesara og þáttakenda. Á sunnudag hélt fólk svo heim uppfullt af hugmyndum um hvernig ætti að framkalla töfra leiksviðsins Snorri Freyr reið á vaðið á laugardag þar sem hann fjallaði um vinnuna við leikmyndina. Hann...

Sjá meira

Vetrardagskrá Íslensku óperunnar

Kynning á verkefnum starfsársins 2005-6 fór fram í Íslensku óperunni í sl. fimmtudag, en framundan er spennandi og skemmtilegt ár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem verður á dagskrá Óperunnar í vetur eru óperan Tökin hert (The Turn of the Screw), frumsýning 21.október, hádegistónleikar í samstarfi við MasterCard, dansverkið VON í samstarfi við PARS PRO TOTO, Öskubuska eftir Rossini, frumsýning í febrúar 2006, Óperustúdíó, Litla hryllingsbúðin í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og málþing um Íslensku óperuna. Í haust mun Óperan leggja áherslu á að bjóða ungu fólki góð kjör á óperusýningar en allir...

Sjá meira

Áheyrnarprufa í Borgarleikhúsinu

Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu auglýsir ÁHEYRNARPRUFU laugardaginn 8. október Leitað er að LEIKKONU / SÖNGKONU til að taka þátt í uppfærslu LR og Íd á CARMEN, leikriti með söngvum, sem byggir á óperu Bizets. Æfingar hefjast í nóvember 2005 og frumsýnt verður í janúar 2006.  Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Danshöfundur: Steven Shropshire. Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon. Umsóknareyðublöð fást í Borgarleikhúsinu og á heimasíðunni. Umsækjendur verða valdir til þátttöku í prufunni. Umsóknir, ásamt mynd, þurfa að hafa borist fimmtudaginn 6....

Sjá meira

Edit Piaf í 80. sinn

Brynhildur Guðjónsdóttir mun túlka Edith Piaf, eina frægustu söngkonu heims, í 80. skipti á föstudagskvöld. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessa frábæru sýningu. Brynhildur "Piaf" Guðjónsdóttir hefur heillað landann með ógleymanlegri túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri eftirminnilegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í á þriðja leikár og á föstudagskvöldið er 80. sýning. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og einstakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst fortíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsamböndum sínum.   Brynhildur Guðjónsdóttir fer sem fyrr segir með titilhlutverkið en með önnur hlutverk fara Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Kjartan Guðjónsson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir.   Tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson en hann hlaut Grímuna – Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistina í sýningunni. Fimm manna hljómsveit er í verkinu. Hana skipa auk Jóhanns (píanó), Birgir Bragason á kontrabassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenór saxófón og klarinett og Tatu Kantomaa á harmónikku. Höfundur hreyfinga og dansa er Sveinbjörg...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað