Um helgina verður frumsýnt nýtt íslenskt verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það ber heitið "Hvað EF?" og í því er farið yfir staðreyndir varðandi vímuefnaneyslu. Verkið er efitir Einar Má Guðmundsson og Valgeir Skagfjörð sem einnig semur tónlist verksins ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Auk þess tók leikhópurinn virkan þátt í vinnu handrits, en hann skipa: Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Brynja Valdís Gísladóttir og Orri Huginn Ágústsson.

Það eru 540 Gólf leikhús og SÁÁ sem standa að sýningunni í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið. Sýningin tekur 60 mínútur í flutningi og er ætluð nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla.