Heillandi og hugljúf hugleiðing um tímann
Júlíus Júlíusson fjallar um sýningu leikfélags Dalvíkur á Fram og aftur Leikfélag Dalvíkurbyggðar fær hrós í hástert fyrir metnaðarfulla og vandaða uppfærslu á verkinu Fram og aftur eftir bandaríska leikskáldið Sean Grennan. Leikritið, sem nú er sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, er bæði heillandi og hugljúf hugleiðing um tímann, ákvarðanir sem móta líf okkar, og þá sem við deilum þeim með. Sögusviðið er einfalt en áhrifaríkt: lítill bar á Dalvík árið 1986, þar sem ungi barþjónninn fær óvænta heimsókn frá eldri manni sem gerir honum undarlegt tilboð – peninga gegn...
Sjá meira