Flokkur: Gagnrýnandinn

Ég var að koma af skemmtilegri leiksýningu!

Jólasveinar einn og …… fjórtán? Hrekkjalómarnir okkar ljúfu, synir Grýlu og Leppalúða, hafa löngum verið innblástur ýmsum höfundum, bæði til sagna, ljóða og leikrits.  Um þessar mundir sýnir Freyvangsleikhúsið barnasýninguna 14. jólasveinninn, sem er leikgerð unnin upp úr samnefndri bók eftir Ásgeir Ólafsson Lie, en bókin kom út fyrir sex árum síðan. Það er alltaf fagnaðarefni þegar ný verk rata á fjalirnar og hefur Freyvangsleikhúsið verið ákaflega ötult í þeirri frumsköpun, sem og að leyfa félagsfólki að spreyta sig á listrænni stjórn sem einnig á við hér, en formaðurinn Jóhanna Ingólfsdóttir leikstýrir og  lagar söguna að leikhúsinu. Í stuttu...

Sjá meira

Sannkallað leikhúsferðalag til plánetunnar Limbó

Ferðin til Limbó, í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Sigrúnar Tryggvadóttur, er stórskemmtileg og lágstemmd skemmtun fyrir yngstu kynslóðina. Hér er fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu endurvakið og var það gert með mikilli grandgæfni, gleði og húmor. Texti verksins er skemmtilegur og lúmskt fyndinn, líka fyrir fullorðna og greinilega búið að aðlaga hann að nútímanum. Systkinin Maggi og Malla mús eru viðkunnanlegar persónur sem leikarar leika vel og með miklum tilþrifum. Orkustig leikaranna er hátt og kemistrían þeirra á milli er frábær. Móðursýki Möllu og hetjuskapur Magga blandast frábærlega saman og býr til mikla...

Sjá meira

Húrra fyrir Freyvangsleikhúsinu!

Freyvangsleikhúsið hefur sýnt leikritið ,Gaukshreiðrið síðan 16. febrúar og hefur aðsókn verið góð að sögn. Ég undirritaður brá mér á sýningu í gærkvöldi 8. mars og verð að segja að ég varð hrifinn, stórhrifinn. Verkið er samið upp úr bók eftir Ken Kensey og Dale Wasserman gerði leikgerð upp úr bókinni, en Karl Ágúst Úlfsson þýddi þessa leikgerð. En ,,Gaukshreiðrið“ var fyrst sýnt hér á landi á, Húsavík árið 1992 og þá í þýðingu Sonju B. Jónsdóttur og María Sigurðardóttir leikstýrði. ,,Gaukshreiðrið“ gerist á geðveikrahæli, en fjallar í raun ef til vill ekki um slíka stofnun, heldur er þetta dæmisaga úr samfélagi og viðbrögðum þess við fólki sem ekki vill eða er tilbúið...

Sjá meira

Sjúklega skemmtilegt sex og upprisan góð

Júlíus Júlíusson skrifar um sýningu Leikfélags Dalvíkur á Sex í sama rúmi  Leikfélag Dalvíkur varð 80 ára í janúar s.l. og frumsýndi föstudaginn 23. febrúar 2024 leikritið Sex í sama rúmi eða Move over Mrs. Markman eftir Ray Cooney og John Chapman. Verkið var fyrst frumflutt á Íslandi af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1985 í þýðingu Karls Guðmundssonar.  Ég var svo heppinn að sjá generalprufuna í Ungó fimmtudagskvöldið 22. febrúar. Ég óska L.D. til hamingju með afmælið því í 80 ár hafa félagar glatt leikhúsgesti ómælt og gefið hundruðum einstaklinga færi á að skapa og finna sjálfa sig í listinni....

Sjá meira

Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit

Freyvangsleikhúsið Höfundur og leiksstjóri: Jóhanna Ingólfsdóttir Höfundur tónlistar: Eirikur Bóasson Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir barnajólaleikritið Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit. Leikritið er samið af heimakonunni Jóhönnu Ingólfsdóttur en hún tekur hinar þekktu persónur A.A.Milne og blandar þeim saman við íslenskar þjóðsagnaverur. Leikritið fjallar um Bangsimon og Grísling sem komnir eru til Íslands til þess að finna íslensku jólasveinana af því að þeir höfðu heyrt að þeir væru 13 talsins. Á leiðinni upp í fjöll rekast þeir á afturgöngu, álf, jólaköttinn og svo loks Stúf og reyna að fá aðstoð þeirra til að finna alla jólasveinana með frekar misjöfnum...

Sjá meira

Rúi og Stúi í Tungunum

Laugardaginn 21. október sl. frumsýndi Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna barna og fjölskylduleikritið RÚI og STÚI eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðarsonar. Þetta er öflug fjölskyldusýning sem höfðar til allra aldurshópa og heldur athygli allan tímann, sem er galdur barnasýninga! Ég var mættur á frumsýninguna. Það er alltaf sérstök stemning á frumsýningum. Spenna og eftirvænting í loftinu og áhorfendahópurinn oftar en ekki tengdur sýningarhópnum meira en aðrir áhorfendahópar. Þetta þýddi að áhorfendahópurinn var verulega blandaður öllum aldurshópum. Um leið og sýningin hófst var athyglin vakin. Sögusviðið er lítið samfélag með ótrúlega skemmtilegum einstaklingum sem...

Sjá meira

Bras í bústað – Umfjöllun um Stelpuhelgi

Undirrituð brá sér norður um síðustu helgi, nánar til tekið á Mela í Hörgársveit en þar sýnir Leikfélag Hörgdæla leikritið Stelpuhelgi um þessar mundir. Höfundur verksins er Karen Schaeffer og þýðandi Hörður Sigurðarson. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir þessum skemmtilega farsa sem nú er sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið fjallar um fjórar konur sem fara saman í sumarbústað til þess að eiga góða helgi saman, drekka vín og njóta lífsins. Fljótlega koma í ljós alls kyns flækjur sem verða til þess að plönin fara út um þúfur og við tekur æsispennandi atburðarás þar sem hver vitleysan rekur aðra....

Sjá meira

Vitleysingar fyrir alla – leikdómur

Leikgleði og mikill kraftur eru við völd á stóra sviðinu í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þessa dagana. Þar er í boði að sjá leikritið Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem Ólafur Jens Sigurðsson leikstýrir. Leikararnir tíu úr Leikdeild UMFG bregða sér þar í gerfi vinahóps Vitleysinganna sem eiga margt óuppgert við lífið og hópinn, þar sem þeir flækjast um í tíma og rúmi, meðan varpað er ljósi á vanhæfni þeirra. Vitleysingarnir er rúmlega tuttugu ára gamalt verk, sem var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kolsvört neðanmittis kómedía, um vini sem vilja vera ríkir og frægir, en eiga í sígildum vandræðum...

Sjá meira

Gleði hversdagsleikans í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið frumsýndi sl. helgi gamanleikritið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson en verkið á uppruna sinn sem smásagnasafn sem fyrst kom út árið 2001. Síðan þá hafa einnig verið gerðir sjónvarpsþættir byggðir á sögu fólksins í blokkinni og sýndir við talsverðar vinsældir árið 2013. Leikstjóri verksins er Kolbrún Lilja Guðnadóttir og hefur hún greinilega skilað hér góðri vinnu. Leikritið fjallar um hversdagslíf íbúa í blokk, þar sem skemmtilegar og litríkar persónur á öllum aldri lifa sínu lífi. Í raun er söguþráðurinn tiltölulegar einfaldur og laus við tilgerð og stórvirki. En sagan er falleg og persónur hjartnæmar. Í blokkinni...

Sjá meira

Mikil leikgleði í Aratungu

Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna Ef væri ég gullfiskur Höfundur: Árni Ibsen Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson Fjölskyldur geta verið flóknar, en þær eru sjaldnast jafn flóknar og fjölskylda Péturs, gullfiskabúðareiganda. Pétur þessi er raunar ekki allur þar sem hann er séður. Hann hefur komist yfir mikið fé og hyggst stinga af með það. Það reynist honum þó þrautin þyngri að komast út úr húsi með allt sitt fé. Sonur hans Binni kemur óvænt í heimsókn um miðjan nótt með dömuna Öldu upp á arminn. Hinir synir hans, Berti og Dóri, bætast svo í hópinn ásamt tengdadætrum. Þegar líður á verkið mætti...

Sjá meira

Skrifað um Smán

Smán eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Sindra Swans í uppsetningu Freyvangsleikhússins Það þarf sannarlega hugrekki að taka frumsamið verk og setja á svið hjá áhugaleikhúsi og hvað þá í miðjum faraldri. Freyvangsleikshúsið hélt handritasamkeppni fyrir um 2 árum og þetta verk var hlutskarpast á endanum. Ég vissi ekkert um hvað verkið var er ég settist inn í notalegan salinn í Freyvangi síðastliðið föstudagskvöld. Ég hef oft komið þarna en það kom skemmtilega á óvart sviðsuppsetningin, en hún er mjög vel útfærð. Nýting á hverju skoti fullkomin, stór bar og glerveggur þar sem Bautinn blasti við í baksýn. Látlaust...

Sjá meira

Líf og fjör hjá Leikfélagi Selfoss

Leikfélag Selfoss Beint í æð  Höfundur: Ray Cooney Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Á mínum ungdómsárum voru sýndir þættir í sjónvarpinu sem hétu Líf og fjör í læknadeild. Þættir þessir komu upp í hugann á sýningunni Beint í æð eftir Ray Cooney. Leikritið gerist á spítala og  í þessari uppsetningu er sá spítali Landakot og blasir Landakotskirkja við út um glugga sem er á leiksviðinu. Í leikritinu er ekki verið að fjalla um spítala með mikinn flæðivanda og lítið fer fyrir sögum af heilbrigðisstarfsfólki sem er að sligast. Í verkinu Beint í æð leikur starfsfólk spítalans...

Sjá meira
Loading

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert