Ég var að koma af skemmtilegri leiksýningu!
Jólasveinar einn og …… fjórtán? Hrekkjalómarnir okkar ljúfu, synir Grýlu og Leppalúða, hafa löngum verið innblástur ýmsum höfundum, bæði til sagna, ljóða og leikrits. Um þessar mundir sýnir Freyvangsleikhúsið barnasýninguna 14. jólasveinninn, sem er leikgerð unnin upp úr samnefndri bók eftir Ásgeir Ólafsson Lie, en bókin kom út fyrir sex árum síðan. Það er alltaf fagnaðarefni þegar ný verk rata á fjalirnar og hefur Freyvangsleikhúsið verið ákaflega ötult í þeirri frumsköpun, sem og að leyfa félagsfólki að spreyta sig á listrænni stjórn sem einnig á við hér, en formaðurinn Jóhanna Ingólfsdóttir leikstýrir og lagar söguna að leikhúsinu. Í stuttu...
Sjá meira