Flokkur: Markvert

Leiklistarskólinn 2020 – Umsókn

Leiklistarskólinn - umsókn 2020 Leiklistarskólinn - umsókn 2020 If you are human, leave this field blank. Námskeið * Leiklist II Leikstjórn I Sérnámskeið-Leikarinn sem skapandi listamaður Tjöldin frá - Bak við tjöldin II Staðfestingargjald * Greitt Ógreitt Nafn * Kennitala * Netfang * Sími * Heimilisfang * Póstnr. * Staður * Ferilskrá (Aðeins ef þarf. Sjá námskeiðslýsingu). Námskeið til vara (ekki nauðsynlegt að velja!) Leiklist II Leikstjórn I Sérnámskeið-Leikarinn sem skapandi listamaður Tjöldin frá - Bak við tjöldin II Athugasemdir...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2020

Starfstími skólans er að þessu sinni 13. – 21. júní 2020 Reykjaskóla í Hrútafirði Bæklingur Leiklistarskólans 2020 á PDF. Kveðja frá skólanefnd Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og fjórða sinn. Við vonum að þetta skólaár verði sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur. Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkominn Hannes Óla Ágústsson sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn og verður með Leiklist II, sem er framhald af námskeiðinu sem Aðalbjörg Árnadóttir var...

Read More

Helgi Seljan – minningarorð

Helgi Seljan, fyrrum formaður Bandalags íslenskra leikfélaga er látinn. Helgi var einn af öflugustu félögum hreyfingarinnar um árabil. Hann tók þátt í leikstarfi sem ungur maður og starfaði með Leikfélagi Reyðarfjarðar frá stofnun þess árið 1959 allt þar til hann hóf störf á leiksviði stjórnmálanna.  Helgi var stjórnarmaður í BÍL á árunum 1966-1976 og gegndi embætti formanns tvö ár, 1972-1974. Sem alþingismaður barðist hann fyrir hag leiklistarhreyfingarinnar m.a. með endurskoðun laga um áhugaleikfélög.  Helgi var vinamargur og afar vel látinn af þeim sem kynntust honum í leik og starfi. Hann var gleðigjafi og húmoristi mikill sem birtist m.a. í...

Read More

Námskeið fyrir leikara og leiklistarnema

Matt Wilde leiklistarkennari hjá Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA) verður með námskeið í Kramhúsinu fyrir verðandi leikara og leiklistarnema í október. Ekki er þörf á að undirbúa sig fyrir námskeiðið sem er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Námskeiðið verður sunnudaginn 27. október kl. 13.00-16.00. Nánari upplýsingar um námskeiðið og leiðbeinandann er að finna...

Read More

Sannleikur á sviði

Sviðslistahópurinn Flækja býður þriggja daga leiklistarnámskeið sem er hugsað fyrir þá sem langar að bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem stefna á að leggja leiklist fyrir sig. Farið verður í senuvinnu, þar sem þátttakendum er skipt í pör og vinna þau saman með handrit. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur tileinki sér tækni, sem hjálpar þeim að vinna með handrit og persónur upp á eigin spýtur. Hvernig gerum við aðstæður trúverðugar fyrir okkur sjálf sem og áhorfendur? Hvernig nýtum við ímyndunaraflið í vinnu okkar? Hvernig lifnar karakterinn við? Nánari upplýsingar og skráning...

Read More