Flokkur: Fréttir

Leikfélag Blönduóss 80 ára

Leikfélagi Blönduóss heldur upp á 80 ára afmæli félagsins næstkomandi laugardag með viðburði í Félagsheimili Blönduóss. Saga leiklistar á Blönduósi spannar allt aftur til ársins 1897 en leikfélagið á staðnum var stofnað árið 1944. Í tilefni af þessu merkisafmæli verður sögusýning, sýndar gamlar upptökur af sviði og félagsstarfinu og veittar heiðursviðurkenningar svo eitthvað sé nefnt. Myndin að ofan er úr sýningu félagsins á Skugga-Sveini árið 1954.  Hér má finna tengil á viðburðinn á Facebook og hér er FB-síða...

Sjá meira

Allir á svið í Frumleikhúsinu!

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á föstudaginn farsann Allir á svið, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Rúnar Guðbrandsson sem hefur áratuga reynslu í leiklist. Farsinn Allir á svið er oft kallaður Drottning farsana enda er hér um að ræða sprenghlægilegt verk sem hefur slegið í gegn hvar sem það hefur verið sett upp. Sýningin fjallar um leikhóp sem er að setja upp leiksýningu sem heitir Nakin á svið. Fyrir hlé fá áhorfendur að fylgjast með generalprufu sýningarinnar, síðustu æfingu fyrir frumsýningu. Við fylgjum leikhópnum svo í sýningarferð um allt landið og fylgjumst með sýningum á Akureyri og Vík...

Sjá meira

Listin að lifa í Litla leikhúsinu við Sigtún

Leikfélag Selfoss frumsýnir leikverkið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur föstudaginn 25. október. Leikstjóri er Jónheiður Ísleifsdóttir. Sýningin fjallar um vinina Dúu, Duddu og Didda og er þeim fylgt gegnum lífið nánast frá vöggu til grafar með öllu því sem líf þeirra hefur upp á að bjóða, í blíðu og stríðu. Fimm leikarar eru í uppsetningunni og spanna breitt aldursbil, koma úr ýmsum áttum og eru sumir að stíga sín fyrstu skref  meðan aðrir hafa mikla reynslu með leikfélaginu. Fyrirhugaðar eru tíu sýningar: Frumsýning Föstudagur 25. október kl. 20:00 Hátíðarsýning Sunnudagur 27. október kl. 17:00 3. sýning Föstudagur...

Sjá meira

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ávaxtakörfuna

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í dag, þriðjudag 15. okt. Höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Æft hefur verið síðastliðnar sex vikur og hefur æfingatímabilið gengið mjög vel. 9 leikarar leika í sýningunni en um 40 manns eru í leikhópnum sem koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki sem hér segir: Frumsýning þriðjudag 15. október kl. 18:00 2. Sýning miðvikudag 16. október kl. 18:00 3. Sýning föstudaginn 18. Október kl. 18:00 4. Sýning laugardaginn 19 október kl. 14:00 5. Sýning sunnudaginn 20. Október kl....

Sjá meira

Æfingar á haustverki Leikfélags Selfoss á fullu

Leikfélag Selfoss hefur nú heldur betur slegið í klárinn eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara síðustu tvö ár vegna framkvæmda við leikhúsið. Haustsýning leikfélagsins er leikritið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Jónheiðar Ísleifsdóttur. Æfingar hófust um miðjan september og hafa gengið vel, mikil gleði er í leikhópnum og stjórn leikfélagsins bíður spennt eftir að sýna afraksturinn en frumsýning er áætluð föstudaginn 25. október.  Verkið fjallar um vinina Dúu, Duddu og Didda og er þeim fylgt gegnum lífið nánast frá vöggu til grafar með öllu því sem líf þeirra hefur upp á að bjóða...

Sjá meira

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Leikfélag Kópavogs býður upp á leiklistarnámskeið í byrjun september. Leiklistarnámskeiðið er ætlað nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 20 ára. Nánari upplýsingar má fá á vef leikfélagsins, www.kopleik.is....

Sjá meira

Opnunartímar í sumar

Fastur opnunartími í Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga og Leikhúsbúð verður 9,00-12.00 til og með 30. september. Athugið að vefverslun Leikhúsbúðarinnar er áfram opin allan sólarhringinn. Afgreiðsla pantana gæti þó tekið ögn lengri tíma en venjulega. Fyrirspurnir má senda á...

Sjá meira

Leiklistarskóla BÍL slitið í 27. sinn

Leiklistarskóla BÍL var slitið í 27. sinn sunnudaginn 23. júní að Reykjum í Hrútafirði. 52 nemendur luku þar námí á fjórum námskeiðum; Leiklist I, Leikritun I, Leikstjórn IV og Sérnámskeiði fyrir leikara. Daginn áður fór fram ógurleg leikhúsveisla þar sem fluttir voru alls 19 leikþættir sem unnið hafði verið með vikuna á undan. Skólanefnd og stjórnendur þakka nemendum, kennurum, starfsmönnum og gestum fyrir vel heppnað...

Sjá meira

Þjóðleikhúsið setur á laggirnar nýjan leikhússkóla

Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára, með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Leikhússkóli Þjóðleikhússins býður upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fá innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Nemendur öðlast þannig víðtæka þekkingu á listforminu...

Sjá meira

Fríðuþættir Hugleiks

Sunnudaginn 26. maí kl. 16 sýnir leikfélagið Hugleikur Fríðuþætti í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi. Aðeins þessi eina sýning. Og tilefnið er verðugt; höfundur verkanna – Fríða Bonnie Andersen er 60 ára og Hugleikur er 40 ára. Hér má sjá leikskrá sýningarinnar og þar er fallegt ávarp frá höfundi verkanna. Myndin er af henni Jonnu, sem leikur Drífu Sig í samnefndum þætti. Myndirnar tók Unnur Guttormsdóttir. Hér er viðburðurinn á  Facebook. Ef þið viljið heyra í Fríðu, þá er hún mjög skemmtilegur viðmælandi. Síminn hjá henni er 8485506. Fríða er jafnframt höfundur bókanna Að eilífu ástin og Meistari Tumi....

Sjá meira
Loading

Nýtt og áhugavert