Flokkur: Fréttir

Opnunartímar í sumar

Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga verður lokuð 15. júlí – 7. ágúst vegna sumarleyfa. Athugið að vefverslun Leikhúsbúðarinnar er áfram opin allan sólarhringinn. Afgreiðsla pantana gæti þó tekið ögn lengri tíma en venjulega. Fyrirspurnir má senda á...

Sjá meira

Leiklistarskóla BÍL slitið í 27. sinn

Leiklistarskóla BÍL var slitið í 27. sinn sunnudaginn 23. júní að Reykjum í Hrútafirði. 52 nemendur luku þar námí á fjórum námskeiðum; Leiklist I, Leikritun I, Leikstjórn IV og Sérnámskeiði fyrir leikara. Daginn áður fór fram ógurleg leikhúsveisla þar sem fluttir voru alls 19 leikþættir sem unnið hafði verið með vikuna á undan. Skólanefnd og stjórnendur þakka nemendum, kennurum, starfsmönnum og gestum fyrir vel heppnað...

Sjá meira

Þjóðleikhúsið setur á laggirnar nýjan leikhússkóla

Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára, með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Leikhússkóli Þjóðleikhússins býður upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fá innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Nemendur öðlast þannig víðtæka þekkingu á listforminu...

Sjá meira

Fríðuþættir Hugleiks

Sunnudaginn 26. maí kl. 16 sýnir leikfélagið Hugleikur Fríðuþætti í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi. Aðeins þessi eina sýning. Og tilefnið er verðugt; höfundur verkanna – Fríða Bonnie Andersen er 60 ára og Hugleikur er 40 ára. Hér má sjá leikskrá sýningarinnar og þar er fallegt ávarp frá höfundi verkanna. Myndin er af henni Jonnu, sem leikur Drífu Sig í samnefndum þætti. Myndirnar tók Unnur Guttormsdóttir. Hér er viðburðurinn á  Facebook. Ef þið viljið heyra í Fríðu, þá er hún mjög skemmtilegur viðmælandi. Síminn hjá henni er 8485506. Fríða er jafnframt höfundur bókanna Að eilífu ástin og Meistari Tumi....

Sjá meira

Fiðlarinn á þakinu er Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2024

Sýning Litla leikklúbbsins á Ísafirði á Fiðlaranum á þakinu hefur verið valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnenfd Þjóðleikhússins. Vala Fannell frá Þjóðleikhúsinu tilkynnti valið á hátíðarkvöldverði á aðalfundi Bandalagsins fyrir stundu síðan. Vala var formaður dómnefndar Þjóðleikhússins en með henni sátu leikararnir Örn Árnason og Björn Thors. Umsögn dómnefndar um sýninguna: “Það er samdóma álit dómnefndar að sýning Litla leikklúbbsins á Fiðlaranum á þakinu í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur skuli verða fyrir valinu sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2023-2024. Sýningin er unnin af gríðarlegum metnaði og hvergi slegið af kröfum við uppfærsluna. Frábært samstarf Litla leikklúbbsins og Tónlistarskólans á Ísafirði skilar ljómandi góðri...

Sjá meira

Rangæingar með Vífið í lúkunum

Leikfélag Rangæinga frumsýnir hinn sívinsæla farsa Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney föstudaginn 3. maí í Njálsbúð.  Þýðandi verksins er Árni Ibsen og leikstjóri er Gunnsteinn Sigurðsson.  Sýningar eru í Nálsbúð eins og áður segir: Frumsýning föstudaginn 3. maí klukkan 20:00 2. sýning: 5. mai kl. 16:00 3. sýning 7. míi kl. 20:00 Miôapantanir a netfangið kristinpalasig@gmail.com eda i sima 866-7325 (Kristín Pála). Aðgangseyrir er kr. 3500 fyir fullorona, 2500 fyrir eldri borgara. Hópafsláttur fyir hópa sem eru 10 eõa fleiri, 2500á mann. Posi á staðnum. Syningin er u.p.b. 2 klst. meõ...

Sjá meira

Hryllingur og sæla á Sauðárkróki

Leikfélag Sauðárkróks setur nú upp verkið Litlu hryllingsbúðina í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð, en 13 manns fara með hlutverk í sýningunni. Litla hryllingsbúðin eftir Howard Ashman með tónlist eftir Alan Menken er verk sem flestir ættu að þekkja. Gísli Rúnar Jónsson þýddi leiktextannn en söngtextar eru í þýðingu Magnúsar Þór Jónssonar (Megasar). Söngleikurinn fjallar um hann Baldur sem vinnur í lítilli blómabúð í fátæklegri götu, Skítþró í skuggahverfi borgarinnar en hann lifir frekar óspennandi lífi. Rekstur blómabúðarinnar hjá Músnik gengur erfiðlega en í henni vinna Músnik sjálfur, Baldur og Auður. Baldur er ástfanginn af Auði en hún á kærasta, leðurklæddan...

Sjá meira

Öfugu megin upp í á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur heldur uppteknum hætti að setja árlega upp leiksýningu og þetta árið er það farsinn Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield sem varð fyrir valinu. Skúli Gautason er leikstjóri, fimm leikarar taka þátt í verkefninu og fjöldi fólks leggur sitt af mörkum. Í leikritinu segir frá Fríðu sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar eina helgi á meðan hún bregður sér í frí. Það á ekki fyrir henni að liggja að eiga náðuga daga, því gestirnir eru af ýmsu tagi. Þeir eiga þó sameiginlegt að vera í ævintýraleit og ætla aldeilis að gera sér glaðan dag...

Sjá meira

Djöflaeyjan hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leiksýninguna Þar sem Djöflaeyjan rís síðastliðið föstudagskvöld við mikið lof áhorfenda.  Sýningin fjallar í stuttu máli um fjölskyldu Karólínu spákonu og líf þeirra í braggahverfinu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Leikgerðin, sem samin er af Kjartani Ragnarssyni, er byggð á bókum Einars Kárasonar Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan.  Leikarahópurinn er fjölbreyttur og samanstendur af reyndum leikurum en jafnframt einstaklingum sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviði. Það eru 14 einstaklingar sem leika í sýningunni.  Árni Grétar Jóhannsson leikstýrði verkinu en hann hefur mikla reynslu í áhugaleikhúsum og leikstýrði m.a. sýningunni Rocky Horror hjá Leikfélagi Vestmannaeyja...

Sjá meira

Beint í æð í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir um þessar mundir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Verkið er sannkallaður flækjufótur sem kallar á að áhorfandi taki ekki augun af sviðinu og fylgist með af öllum kröftum. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð en þetta er í fyrsta skipti sem Valgeir leikstýrir fyrir Leikfélag Fjallabyggðar. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en alls taka 11 leikarar þátt í sýningunni á aldrinum 17 til 62 ára Þar af eru tveir sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviðinu. Sýnt er í Tjarnarborg í Ólafsfirði og upplýsingar um sýningar er hægt að finna á...

Sjá meira

Lísa í Undralandi hjá Leikfélagi Hornafjarðar

Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir söngleikinn Lísu í Undralandi, laugardaginn 9. mars. Lísa leggur af stað í ótrúlegt ferðalag þar sem á vegi hennar verða ýmsar furðuverur og og hún lendir í allskonar óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og er þetta frumraun hennar sem slíkur. Alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni en í hlutverki Lísu er Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Birna Jódís Magnúsdóttir sér um leikmynd, búninga og útlitshönnun en lætur það ekki nægja þvi hún fer einnig með hlutverk Hjarta Drotningarinnar. Hafdís Hauksdóttir er tónlistarstjóri og fer einnig með hlutverk kálormsins. Ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn er afar...

Sjá meira
Loading

Nýtt og áhugavert