Author: lensherra
Námskeið í sýningarstjórnun og tækni leikhússins
Leiklistarvefurinn | feb 7, 2025 | Fréttir |
Helgina 15. og 16. mars stendur Þjóðleikhúsið fyrir námskeiðum í sýningarstjórnun annars vegar og tækni leikhússins hins vegar. Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu. Skráning er á vef Þjóðleikhússins. Nánar um námskeiðin: Sýningastjóranámskeið Laugardaginn 15. Mars kl. 09:30 – 15:00 og sunnudaginn 16. Mars kl. 09:30 – 15:00 Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu. Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns. Verð: 28.000 Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefna- og sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi...
Sjá meiraLæst: Leiklistarskóli 2025 – yfirlit fyrir skólanefnd
Leiklistarvefurinn | feb 4, 2025 | Innri tenglar, Leiklistarskólinn |
Átta konur hjá Leikfélagi Selfoss
Leiklistarvefurinn | feb 4, 2025 | Fréttir |
Leikfélag Selfoss vinnur nú hörðum höndum að 88. uppsetningu félagsins. Æfingar hófust í desember sl. og stefnt er á frumsýningu þann 14.febrúar. Rakel Ýr Stefánsdóttir leikstýrir verkinu sem heitir Átta konur og er „glæpsamlegur gamanleikur“ eftir franska leikskáldið Robert Thomas. Þýðing og aðlögun var í höndum Sævars Sigurgeirssonar. Við kynnumst glæsilegri eiginkonu, tveimur ungum og uppreisnargjörnum dætrum hennar, örvæntingarfullri mágkonu, gráðugri tengdamóður, ráðsettri ráðskonu með duldar hliðar og þjónustustúlku með ómótstæðilegan sjarma. Húsbúndinn virðist sofandi í rúmi sínu, en er það svo? Þegar sjö óstýrilátar konur koma saman og sú áttunda bætist við, getur allt gerst. „Það hefur verið...
Sjá meiraFrumsýning á Bót og betrun
Leikfélag Kópavogs frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun laugardaginn 1. febrúar kl. í Leikhúsinu að Funalind. Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur út úr félagslega kerfinu, þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af,þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric að losa sig...
Sjá meiraOpnunartímar
Vörur
-
Glitpúðursett - Sparkling Powder Set kr.3.990
-
Flaming Skull Kit kr.6.490
-
Pensill með löngu skafti fyrir augnhár/augabrúnir kr.690
Nýtt og áhugavert
-
Gerviauga kr.1.970
-
Eyru latex kr.3.240
-
Sugar Skull Kit kr.8.320
-
Mastix Spirit Gum Remover & Thinner, Kryolan kr.1.420 – kr.2.080