Author: lensherra

Bjargráð Leikfélags Fjallabyggðar

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi leikverkið Bjargráð eftir Guðmund Ólafsson 14. mars síðastliðinn. Verkið  er gamanleikur með söngvum og er höfundurinn Guðmundur Ólafsson, jafnframt leikstjóri. Leikurinn gerist í litlu bæjarfélagi þar sem allt er í kaldakoli og allt útlit fyrir að það fari á hausinn. Fjárhagurinn í tómu tjóni og  íbúar ekki ánægðir með bæjarstjórnina. Hin frábæra og stórskemmtilega hljómsveit Ástarpungarnir sér um hljóðfæraleikinn og tekur þátt í sýningunni. Sýnt er í Menningarhúsi Fjallabyggðar Ólafsfirði.  Nánar má fræðast um sýninguna á Facebook-síðu félagsins. Miðapantanir: Hanna Bryndís sími 6161762 milli kl.16 og 18 Vibekka 8485384 milli kl.16 og 18...

Sjá meira

Leikfélag Dalvíkur frumsýnir Fram og aftur

Leikfélag Dalvíkur frumsýndi leikritið Fram og aftur eftir Sean Grennan í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Sigrúnardóttur, föstudaginn 21 mars. Í staðfærðri þýðingu verksins  fjallar það um ungan mann sem vinnur á bar á Dalvík árið 1986. Eitt kvöldið fær hann óvænta heimsókn frá eldri manni sem býður honum peninga upphæð sem hann á erfitt með að neita, fyrir það eitt að fá að sitja eftir lokun og fá sér drykk. Tilboðið hljómar vel en eftir því sem líður á kvöldið fara grunsamlegir hlutir að koma í ljós og óvæntur gestur flækir hlutina enn fremur. Fram og aftur fjallar...

Sjá meira

Góðverkin kalla hjá Hugleik

Hugleikur frumsýnir Góðverkin kalla laugardaginn 15. mars í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi. Í litlum bæ út á landsbyggðinni, þar sem metnaður, góðmennska og samstaða einkenna fólkið, fer fram viðburður sem þú vilt ekki missa af! Hvenær verður maður of góður? Skipta gæði meira máli en magn? Hversu mikið af tækjum þarf eitt lítið sjúkrahús úti á landi? Hugleikur færir þér spennandi og hrífandi sýningu sem vekur djúpar tilfinningar og skilur eftir sig eftirminnileg spor. Þetta er ekki bara viðburður – þetta er upplifun sem fær þig til að hugsa, hlæja og efast. Höfundar verksins eru þeir Þorgeir...

Sjá meira

Glanni glæpur í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Glanna glæp í Latabæ sunundaginn 9. mars í Fumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Leikgerðin er eftir þá Magnús Scheving og Ssigurð Sigurjónsson með tónlist Mana Svavarssonar og söngtextum eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er Brynja Ýr Júlíusdóttir. Íþróttaálfurinn hefur kennt öllum bæjarbúum hvað það er mikilvægt að borða íþróttanammi og hreyfa sig reglulega, því þannig nær maður árangri. Íþróttaálfurinn þarf skyndilega að yfirgefa bæinn og þá birtist Rikki ríki í bænum. Hann hlýtur að vera alveg rosalega ríkur…eða hvað? Nei! Rikki ríki er nefnilega Glanni glæpur í dulargervi. Glanni glæpur reynir hvað sem hann getur til að fá bæjarbúa...

Sjá meira

Hans klaufi hjá Leikfélagi Stafholtstungna

Nýstofnað Leikfélag Stafholtstungna frumsýnir fjölskylduleikritið Hans klaufi eftir leikhópinn Lottu þann 9. mars næstkomandi. Sýnt er í Þinghamri, Varmalandi. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson.   Frumsýning er sunnudaginn 9. mars kl. 14.00. Sýningar eru annars sem hér segir: Sun. 16. mars kl. 17.00 Sun. 23. mars kl. 17.00 Lau. 29 mars kl. 14.00 Sun. 30. mars kl. 14.00 Miðasalan fer fram á...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur