Höfundur: lensherra

Sumarlokun Þjónustumiðstöðvar í júlí

Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga verður lokuð vegna sumarfría frá 6. júlí út mánuðinn. Opnað verður að nýju þriðjudaginn 4. ágúst. Athugið að hægt er að panta vörur úr Leikhúsbúðinni og handrit úr Leikritasafninu en búast má við ögn lengri afgreiðslufresti en venjulega. Hægt er að hafa samband í netfangið...

Read More

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hlýtur menningarverðlaun

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs voru veitt í annað sinn, 17. júní 2020 síðastliðinn. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Fréttin er tekin af vef sveitarfélagsins þar sem hægt er að lesa nánar um...

Read More

Aðalfundir leikfélaganna

Nokkur aðildarfélög BÍL hafa frestað aðalfundum sínum fram á haustið vegna Covid-19. Önnur hafa hinsvegar haldið aðalfundi síðustu daga og vikur. Aðalfundur Leikfélags Selfoss var haldinn í Litla leikhúsinu við Sigtún þann 3. júní síðastliðinn. Mæting á fundinn var mjög góð, létt yfir fólki og fundinum að vanda. Farið var yfir starfið á leikárinu sem var að ljúka, fjölmargir nýir félagar voru teknir inn og kosið í nýja stjórn. Farið var yfir erfiðan vetur í skugga samkomubanns og heimsfaraldurs og öllum til mikillar gleði var tilkynnt að Djöflaeyjan mun rísa aftur í haust og áætlað að sýningar muni standa...

Read More