Leiklistarhátíð IATA á vefnum
Listin lætur ekki hemja sig og Alþjóðaáhugaleikhúsráðið hélt óvenjulega leiklistarhátíð á vefnum dagana 22.-28. nóvember. Hugmyndin að hátíðinni kom frá rússneska áhugaleikhússambandinu og skipulagið var einnig að mestu í þeirra höndum ásamt CEC, Mið-Evrópusambandinu. Íslensk tenging var þó einnig því Þorgeir Tryggvason leiklistarrýnir með meiru og fyrrum formaður Bandalagsins, var einn af þremur sérfræðingum sem fengnir voru til að fjalla um verkin á hátíðinni. Eftirfarandi lönd sýndu á hátíðinni: Rússland, Malasía, Eistland, Rúmenía, Mexíkó, Spánn, Bretland, Þýskaland, Slóvenía og Litháen. Sýningarnar eru allar tiltækar á YouTube og hér er að finna tengla og nánari upplýsingar um sýningarnar. Að lokinni síðustu...
Read More