Flokkur: Gagnrýnandinn

Magnús Magnússon skellti sér á Töðugjaldaball

Félagar í Ungmennafélagi Reykdæla láta hreint ekki deigan síga í leiklistinni þrátt fyrir að síðastliðinn vetur hafi verið ráðist í umfangsmikla sýningu þegar Þið munið hann Jörund var fært upp á aldar afmælinu. Verkefni þessa vetrar er um margt frábrugðið hefðbundnum leiksýningum. Afraksturinn mátti síðan sjá síðastliðið föstudagskvöld þegar frumsýndur var í Logalandi nýr söng- og gleðileikur sem nefnist Töðugjaldaballið – Sendu mér SMS. Hér er á ferðinni splunkunýr söngleikur í fullri lengd eftir heimamenn. Verkið er samið í kringum 20 ný dægurlög sem Hafsteinn Þórisson á Brennistöðum samdi við texta Bjartmars Hannessonar á Norðurreykjum. Bjartmar semur auk þess...

Read More

Hin illa dauðu í Keflavík

Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir söngleikinn Hin illa dauðu sem byggður er á kvikmyndunum góðkunnu Evil dead, Evil dead 2 og Evil dead 3. Leikstjóri sýningarinnar er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson. Hörður S. Dan brá sér á sýninguna og hér má fræðast um hvernig hann upplifði hana. Til að byrja með er vert að nefna þýðingu verksins, en leikhópurinn sá um hana. Nú veit ég ekki hver samdi verkið upphaflega en lokaniðurstaðan er þrælskemmtilegur texti. Leikritið byrjaði rólega, var það sísti parturinn í verkinu, en mjög fljótlega byrjaði spennan og kolsvarti húmorinn að sýna sitt rétta andlit. Voru oft...

Read More

Mögnuð Lína hjá Umf. Íslendingi

Það var góð stund sem undirritaður átti með fjölskyldunni síðastliðinn laugardag í Borgarfirði. Ferðinni var heitið í félagsheimilið Brún í Bæjarsveit þar sem leikdeild Umf. Íslendings frumsýndi leikritið sívinsæla um hana Línu Langsokk. Verkið sjálft er eftir snillinginn Astrid Lindgren. Það er fyrir löngu orðinn klassíker sem allir, stórir sem smáir, þekkja út í æsar. Sá sem þetta ritar var svo heppinn að hafa með í för þrjár sjö ára hnátur og fékk þær að aflokinni sýningu sem sérstaka álitsgjafa og leikdómara. Þegar ekið var heim eftir sérlega vel heppnaða sýningu var því ekki flókið mál að setja saman...

Read More

Sjóræningjaprinsessan á Selfossi

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir skrapp um helgina austur fyrir fjall til að sjá sýningu Leikfélags Selfoss á nýju íslensku barnaleikriti, Sjóræningjaprinsessunni sem Ármann Guðmundsson semur og leikstýrir. Hér greinir hún frá þeirri upplifun: Ég brá mér í leikhús um helgina. Fór við þriðja aðstoðargagnrýnanda að sjá Sjóræningjaprinsessuna hjá Leikfélagi Selfoss. Alltaf gaman að sjá ný barnaleikrit og svona. Auk þess sem sjóræningjaþemað hefur verið algjörlega vanrækt um langa hríð. En leikskáldið og leikstjórinn Ármann Guðmundsson hefur greinilega fengið einhverja flugu í höfuðið um að endurvekja það, á þessum síðustu og verstu, og tekist það ljómandi ágætlega. Sýningin var lífleg og...

Read More

Velheppnuð Shakespeare-sýning í Halanum

Markvisst og metnaðarfullt verkefnaval Halaleikhópsins heldur áfram að skila okkur áhorfendum eftirminnilegum upplifunum. Núna er það sjálfur Shakespeare sem heimsækir Halann með efni úr þremur leikritum, Þrettándakvöldi, Jónsmessunæturdraumi og Hinrik IV. Þröstur Guðbjartsson hefur áður fengist við bútasaum af þessu tagi og fléttar hér tvær senur úr síðarnefndu leikritunum saman við meginþræði Þrettándakvölds. Útkoman er að mati Þorgeirs Tryggvasonar í stuttu máli afbragðs skemmtun. Reyndar hvarflaði að mér undir sýningunni viss vonbrigði með að fá ekki bara Þrettándakvöld í öllu sínu veldi, svo langt komust leikararnir með þetta snúna meistarastykki. Atriðin úr Draumnum og Hinrik IV voru prýðilega gerð...

Read More