Flokkur: Gagnrýnandinn

Í útlegð hjá ömmu

Leikfélag DalvíkurHeima hjá ömmuLeikstjóri: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Dalvíkur er eitt af þessum kraftmiklu áhugaleikfélögum sem við höfum hér norðanlands. 25. mars s.l. frumsýndi Leikfélag Dalvíkur Heima hjá ömmu eftir Neil Simon í leikstjórn Aðalsteins Bergdals. Verkið lýsir óvenjulegu heimilishaldi hjá aldraðri þýskri konu og tveimur sonarsonum hennar í New York árið 1942, en hún neyðist til að taka þá í fóstur. Leikritið hefur hlotið fjölda verðlauna þar á meðal Tony-verðlaunin og Pulitzer-verðlaunin. Júlíus Júlíusson, fyrrverandi formaður LD, fór á sýninguna og hreifst af. Ég skellti mér með fjölskylduna á sýningu númer tvö. Um leið og við komum inn í...

Read More

Undir fullum seglum!

Leikfélag HörgdælaMeð fullri reisnLeikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Hörgdæla sýnt gamanleikinn Með fullri reisn fyrir fullu húsi bæði föstudags- og laugardagskvöld og oftar en ekki bætt við miðnætursýningum til að anna eftirspurn eftir miðum á þessa frábæru skemmtun. Með fullri reisn er 10 ára gamalt sviðsverk bandaríska leikrita- og söngleikjaskáldsins Terrence McNally eftir breskri kvikmynd með sama nafni eftir handritshöfundinn Simon Beaufoy. Sviðsverkið gengur út á sömu þætti og voru burðarásar í kvikmyndinni, atvinnuleysi, verkalýð (hér bændur) rétt fráskilinna feðra til að umgangast og ala upp börnin sín, þunglyndi, getuleysi, samkynhneigð og sjálfsmorð. Hljómar ekki sérstaklega...

Read More

Fimmhurða farsi í Kópavogi

  Bót og betrunLeikfélag KópavogsLeikstjóri: Hörður Sigurðarson Leikfélag Kópavogs sýnir farsa þetta vorið. Það er verk Michael Cooney, Cash on Delivery sem birtist hér í þýðingu Harðar Sigurðarsonar sem Bót og betrun. Verkið hefur hlotið góðar viðtökur beggja vegna Atlantsála. Hörður Sigurðarson leikstýrir einnig. Helsti kostur þessa leikverks, kannski umfram önnur sömu tegundar, er að það nær aldrei að verða fyrirsjáanlegt. Sem er afrek út af fyrir sig. Plottið tekur allskonar beygjur og misskilningur og lygasögur eru endalaust að þróast í brjálaðri áttir í gegnum allt verkið. Strax á fyrstu mínútum verksins kemur í ljós að eitthvað misjafnt er...

Read More

Lífshættulegur þjóðsagnaheimur

Leikfélag SelfossHið dularfulla hvarf Hollvinafélagsins Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Hið dularfulla hvarf Hollvinafélagsins eftir Gunnar Björn Guðmundsson og leikhóp LS er skemmtileg tilraun til að færa íslenskar þjóðsögur og íslenska þjóðtrú í búning leikritsins. Ef verkinu væri léður fallegri endir mætti hugsa sér það sem fræðsluefni fyrir börn og þá ekki síður setja upp á erlendu máli sem sýningu fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma. En óneitanlega þarf að fægja gripinn svolítið áður en lengra er haldið. Eftir mjög glæsilega byrjun í tónum og látbragði dettur þetta frumsamda leikverk svolítið niður strax í fyrsta kafla. Í stað þess að...

Read More

Skemmtun sem kitlar hláturtaugarnar

Leikdeild UMF VökuÁ þriðju hæð / Amor ber að dyrumLeikstjóri Þorsteinn Logi Einarsson Mér var boðið í heimsókn upp í Þjórsárver á dögunum til að heimsækja leikdeild UMF. Vöku og sjá afrakstur erfiðis þeirra undanfarnar vikur. Það þurfti ekki kurteisissaka við til að þekkjast boðið enda ekki vanur öðru en góðum og skemmtilegum sýningum hjá leikdeild Vöku. Að þessu sinni var mér boðið upp Á þriðju hæð og að fylgjast með þegar Amor ber að dyrum. Sýningin var í raun tveir farsakenndir einþáttungar, Á þriðju hæð eftir Vilhelm Mejo og Amor ber að dyrum eftir George Falk. Verkin eiga...

Read More