Flokkur: Leiklistarskólinn

Leiklistarskóli BÍL 2023 – umsókn

Umsóknir á Leiklist II og Höfunda í heimsókn fara á biðlista. Enn laust á Leikstjórn III og Sérnámskeið fyrir leikara Eftir innsendingu færðu póst á uppgefið netfang. Það er því mikilvægt að tryggja að netfang sé rétt. Ef staðfesting berst ekki í pósti, hafið samband við Þjónustumiðstöð. Þú hefur ekki leyfi til að skoða þetta...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2023

STARFSTÍMI SKÓLANS ER 17. – 25. JÚNÍ 2023 AÐ REYKJASKÓLA Í HRÚTAFIRÐI. — Smella hér til að sækja um! — KVEÐJA FRÁ SKÓLANEFND Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og sjötta sinn. Skólinn blómstar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Árni Pétur Guðjónsson mun endurnýja kynni sín við skólann og kenna Leiklist II sem er framhald af Leiklist I sem Ólafur Ásgeirsson kenndi í fyrra....

Sjá meira

Leiklistarskólinn 2022

Starfstími skólans er að þessu sinni 18. – 26. júní 2022 að Reykjaskóla í Hrútafirði.   Kveðja frá skólanefnd Kæru leiklistarvinir!Við hlökkum mikið til þess að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og fimmta sinn! Fjórfalt húrra fyrir þessum áfanga! Skólinn blómstar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkominn aftur Ólaf Ásgeirsson sem kennir Leiklist I að þessu sinni. Einnig bjóðum við velkomna í fyrsta sinn í kennarahópinn, Jennýju Láru...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2021

Námsskrá Leiklistarskóla BÍL sumarið 2021 liggur nú fyrir. Í boði verða 4 námskeið, þau sömu og ætlunin var að halda síðasta sumar þegar Covid-19 setti strik í reikninginn og skólahald var fellt niður. Breyting hefur þó orðið á kennurum á tveimur námskeiðum. Nánari upplýsingar um skólahaldið er að finna hér. Opnað verður fyrir umsóknir hér 14. mars kl. 16.00. Þeir nemendur sem ekki fengu staðfestingargjald að fullu endurgreitt í fyrra er þegar skráðir á viðkomandi...

Sjá meira

Leiklistarskólinn 2021

Starfstími skólans er að þessu sinni 19. – 27. júní 2021 að Reykjaskóla í Hrútafirði.  Kveðja frá skólanefnd Kæru leiklistarvinir!Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og fjórða sinn. Skólahald féll niður vegna Covid-19 síðasta sumar eins og allir vafalaust vita. Við vonum að þetta skólaár verði engu að síður sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur öll þau ár síðan skólinn var fyrst settur.Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkominn Ólaf Ásgeirsson sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn og verður með Leiklist II, sem er framhald af námskeiðinu sem Aðalbjörg Árnadóttir var með í hittifyrra. Einnig bjóðum við velkomna í fyrsta sinn í kennarahópinn, Völu Fannell sem kenna mun Leikstjórn I. Þá fögnum við því að fá Evu Björgu Harðardóttur og Ingvar Guðna Brynjólfsson til okkar með framhald á námskeiðinu Bak við tjöldin sem Eva Björg stýrði 2018 en Ingvar er hinsvegar að kenna við skólann í fyrsta sinn. Sérnámskeið um leikarann sem skapandi listamann verður svo í höndum hins þrautreynda kennara Rúnars Guðbrandssonar.Við vonum að sem flestir eigi þess kost að nema og njóta.Hlökkum til að sjá ykkur – með bestu kveðju,
 Hrefna, Dýrleif, Herdís, Hrund og Gísli   Leikstjórn I – Grunnnámskeið Kennari Vala FannellÞátttökugjald: 104.500 kr.Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir leikstjóra. Þeir ganga fyrir sem ekki...

Sjá meira

Leiklistarskólinn – opnað fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla BÍL, laugardaginn 14. mars kl. 16.00. Ekki þarf lengur að bíða til miðnættis til að senda inn umsókn. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á umsókn: Nafn, Kennitala, Netfang, Sími, Heimilisfang, Póstnúmer, Staður. Námskeið, Staðfestingargjald greitt/ógreitt, Ferilskrá (ef þörf er á, sjá námskeiðslýsingar). Auk þess er reitur fyrir athugasemdir ef þarf. Upplýsingar um skólann og námskeiðin er að finna...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2020

Leiklistarskóli BÍL var felldur niður í ár vegna Covid-19. Skólinn verður haldinn 12.-19. júní árið 2021. Starfstími skólans er að þessu sinni 13. – 21. júní 2020 Reykjaskóla í Hrútafirði Bæklingur Leiklistarskólans 2020 á PDF. Kveðja frá skólanefnd Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og fjórða sinn. Við vonum að þetta skólaár verði sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur. Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkominn Hannes Óla Ágústsson sem kennir hjá okkur í...

Sjá meira
Loading

Nýtt og áhugavert