Í Leikhúsbúðinni eru nú í boði einstakir jólapakkar handa upprennandi og núverandi förðunarsnillingum. Pakkarnir innihalda allt sem þörf er á fyrir áhugafólk um förðun, hvort sem er fyrir lengra komna eða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Hægt er að velja á milli tveggja pakka:

Í pakka 1 sem kostar aðeins 7.900 kr. er að finna 6 lita vatnslitasett frá Grimas, 1 pensil og 2 svampa, Countour blýant frá Kryolan, litað hárspray, 2 túpur glimmergel og 1 trúðanef úr frauði.

Í pakka 2 sem kostar 10.900 kr. er að finna 12 lita vatnslitasett frá Grimas, 1 pensil og 2 svampa, Countour blýant frá Kryolan, litað hárspray, 2 túpur glimmergel og 2 trúðanef úr frauði.

Innihald pakka 1 kostar u.þ.b. 12 þúsund kr. í lausasölu og innihald pakka 2 um 16 þúsund þannig að um töluverðan sparnað er að ræða. Leikhúsbúðin opin frá 9.00-13.00 virka daga en vefverslunin er ávallt opin.