Námsskrá Leiklistarskóla BÍL sumarið 2021 liggur nú fyrir. Í boði verða 4 námskeið, þau sömu og ætlunin var að halda síðasta sumar þegar Covid-19 setti strik í reikninginn og skólahald var fellt niður. Breyting hefur þó orðið á kennurum á tveimur námskeiðum. Nánari upplýsingar um skólahaldið er að finna hér.

Opnað verður fyrir umsóknir hér 14. mars kl. 16.00. Þeir nemendur sem ekki fengu staðfestingargjald að fullu endurgreitt í fyrra er þegar skráðir á viðkomandi námskeið.