Sjónvarpsstöðin N4 hefur undanfarið ár eða svo sýnt stutta þætti þar sem fræðst er um starfsemi leikfélaganna á Norðurlandi. Nú þegar hafa verið gerðir þættir um Leikfélag Húsavíkur, Freyvangsleikhúsið, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Dalvíkur og nú síðast Leikdeild UMF Eflingar. Valinkunnum leikarum úr röðum þessara félaga bregður fyrir í þáttunum. Hér má finna tengil á þessa skemmtilegu þáttaröð.