Author: lensherra

Stutt gaman

Hugleikur hóf vetrardagskrá sína föstudaginn 8. október með leikþáttadagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum.  Leiklistarvefurinn átti útsendara á staðnum eins og oft áður og hefur hann skrifað umsögn um dagskrána. Stuttverkakvöld Hugleiks sem sýnd hafa verið um nokkurra missera skeið undir samheitinu ‘Þetta mánaðarlega’ eru að verða fastur liður í leiklistarlífinu. Dagskrárnar hafa að jafnaði verið sýndar í Kaffileikhúsinu en nú hefur félagið skipt um svið og sýnir í Þjóðleikhússkjallaranum. Þar er ætlunin að endurvekja skemmtikvöldin sem þar voru fastur  liður hér í eina tíð og hefur Hugleikur verið fenginn til að sjá um hluta þeirrar dagskrár. Það er talsverð viðurkenning á...

Sjá meira

Ársrit BÍL komið út

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir leikárið 2004 til 2005 er komið út. Í ritinu er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna og Bandalagsins. Þá eru þar einnig greinar um ýmislegt sem tengist leiklistinni. Fjöldi mynda er einnig í ritinu sem hægt er að sækja hér af vefnum í PDF-formi. ðæýöáþ Ársritið er í tveimur hlutum sem hvor um sig eru tæp 2MB að stærð. Til að lesa þarf að hafa Acrobat Reader (sem hægt er að sækja endurgjaldslaust hér) eða sambærilegt forrit. Smelltu til að opna eða hægrismelltu til að hlaða ritinu niður á tölvuna þína.     Fyrri hluti         Seinni...

Sjá meira

Æfingar hafnar á Frelsi

Á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins verður frumsýnt þann 20. október verkið Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur. Þetta er frumraun Hrundar í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Hvað gerir þú þegar enginn hlustar á þig? Þegar ranglætið er svo mikið að þú gætir öskrað þig hásan en þú átt þér ekki rödd? Þegar lygin er svo stór að hún kæfir lífið sem þú ættir að sjá framundan? Grímur er klár menntaskólastrákur í Reykjavík sem er ekki sáttur við umhverfi sitt og samfélag. Hann kynnist Brynhildi sem er töff og leitandi stelpa og saman ákveða þau að láta í sér heyra. Hugmynd fæðist. En í heimi þar sem peningar eru mælikvarði alls, hvers virði eru þá mannslíf? Í þannig heimi geta hugmyndir um réttlæti orðið hættulegar. Hrund Ólafsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1979, BA prófi í almennri bókmenntafræði og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1985 og MA prófi í almennum bókmenntum frá New York University í Bandaríkjunum 1989. Hrund hefur sótt fjöldann allan af leikara- og leikstjórnarnámskeiðum, mest hjá Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga í Svarfaðardal. Einnig hefur hún tekið þátt í höfundasmiðjum á vegum Þjóðleikhússins. Hún hefur verið ákafur áhugaleikari um margra ára skeið með Leikfélaginu Sýnum, Leikfélagi Kópavogs og Ungmennafélagi Reykdæla, og spreytt sig í auknum mæli á leikstjórn í áhugafélögum. Hrund hefur einkum starfað við kennslu í framhaldsskólum, en einnig skrifað bókmennta- og leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið síðastliðin ár. Hrund...

Sjá meira

Leikhúsunnendur athugið! Nýjung á leiklistarvefnum!

Þarf að skipuleggja leikhúsferðir í mánuðinum? Viðburðadagatalið, sem birtist vinstra megin á forsíðunni, hefur nú verið sett í gang og inniheldur upplýsingar um allar leiksýningar sem okkur hafa borist spurnir af að sýndar verði í októbermánuði. Ætlunin er að uppfæra síðan dagatalið vikulega, þannig að það nái ævinlega um mánuð fram í tímann. Það er draumur okkar Leiklistarvefara að þarna verði að finna dagskrá allra leiksýninga og leiklistartengdra viðburða á landsvísu, þegar fram líða stundir. Við viljum því hvetja aðstandendur sýninga, námskeiða, fyrirlestra, og alls annars sem tengist leiklist að senda okkur línu ef viðburð vantar í dagatalið. Eins eru að sjálfsögðu allir beðnir að láta okkur vita ef þeir vita ef eitthvað vantar sem vantar. Upplýsingar sendist á netfang info@leiklist.is. Það sem fram þarf að koma er nafn sýningar/viðburðar, staður, dagsetningar og tímasetningar og nokkrar línur um viðburðinn sjálfan. Eins er gott að hafa verð og miðasölu- eða skráningarsíma eða netfang með þar sem það á við. Við vonum að þetta komi leikhúsunnendum að gagni í framtíðinni við skipulagningu leikhúsferða um allt...

Sjá meira

Hugleikur í Þjóðleikhúskjallaranum

Fimm einþáttungar frumsýndir um helgina. Leikfélagið Hugleikur verður með verður með mánaðarlegar skemmtidagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur. Fyrsta dagskráin verður föstudag og laugardag næstkomandi og hefst kl. 21, en húsið er opnað kl. 20.30. Hugleikur hefur undanfarin ár lagt áherslu á uppsetningu frumsaminna einþáttunga og dagskráin einkennist af því. Fimm einþáttungar verða frumfluttir í októberdagskránni. Þeir eru: Hefur einhver sagt þér hvað þú ert líkur Robert Redford? eftir Jón Guðmundsson, Stefnumót eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Helgin eftir Hrefnu Friðriksdóttur og tveir þættir eftir Nínu B. Jónsdóttur, Snemma beygist krókurinn og Snyrting. Efni þáttanna er fjölbreytt, en við sögu koma m.a....

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert