Stutt gaman
Hugleikur hóf vetrardagskrá sína föstudaginn 8. október með leikþáttadagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum. Leiklistarvefurinn átti útsendara á staðnum eins og oft áður og hefur hann skrifað umsögn um dagskrána. Stuttverkakvöld Hugleiks sem sýnd hafa verið um nokkurra missera skeið undir samheitinu ‘Þetta mánaðarlega’ eru að verða fastur liður í leiklistarlífinu. Dagskrárnar hafa að jafnaði verið sýndar í Kaffileikhúsinu en nú hefur félagið skipt um svið og sýnir í Þjóðleikhússkjallaranum. Þar er ætlunin að endurvekja skemmtikvöldin sem þar voru fastur liður hér í eina tíð og hefur Hugleikur verið fenginn til að sjá um hluta þeirrar dagskrár. Það er talsverð viðurkenning á...
Sjá meira


