ImageÞarf að skipuleggja leikhúsferðir í mánuðinum?

Viðburðadagatalið, sem birtist vinstra megin á forsíðunni, hefur nú verið sett í gang og inniheldur upplýsingar um allar leiksýningar sem okkur hafa borist spurnir af að sýndar verði í októbermánuði. Ætlunin er að uppfæra síðan dagatalið vikulega, þannig að það nái ævinlega um mánuð fram í tímann.

Það er draumur okkar Leiklistarvefara að þarna verði að finna dagskrá allra leiksýninga og leiklistartengdra viðburða á landsvísu, þegar fram líða stundir. Við viljum því hvetja aðstandendur sýninga, námskeiða, fyrirlestra, og alls annars sem tengist leiklist að senda okkur línu ef viðburð vantar í dagatalið.

Eins eru að sjálfsögðu allir beðnir að láta okkur vita ef þeir vita ef eitthvað vantar sem vantar. Upplýsingar sendist á netfang info@leiklist.is.

Það sem fram þarf að koma er nafn sýningar/viðburðar, staður, dagsetningar og tímasetningar og nokkrar línur um viðburðinn sjálfan. Eins er gott að hafa verð og miðasölu- eða skráningarsíma eða netfang með þar sem það á við.

Við vonum að þetta komi leikhúsunnendum að gagni í framtíðinni við skipulagningu leikhúsferða um allt land.