Leikfélag Ölfuss efnir til stuttverkahátíðar laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Sýnd verða nokkur af þeim tugum stuttverka sem orðið hafa til síðastliðna tvo vetur en félagar úr LÖ hafa hist reglulega til að skrifa leikverk. Dagskráin hefst klukkan 17:00 og sýnt er í „Rásarhúsinu“ að Selvogsbraut 4 í Þorlákshöfn. Kynnir er hin viðkunnanlega og skelegga Árný Leifsdóttir. Aðgöngumiði kr. 500 (ath. enginn posi).

Dagskrá:

Brenglun á bókasafni eftir Oddfreyju H. Oddfreysdóttur – leikstjóri Oddfreyja H. Oddfreysdóttir – leikendur Aðalsteinn Jóhannsson, Oddfreyja H. Oddfreysdóttir og Þuríður Sigurrós Sigurðardóttir.

Biðstofan eftir Magnþóru Kristjánsdóttur – leikstjóri Magnþóra Kristjánsdóttir – leikendur Helena Helgadóttir, Hákon Svavarsson, Magnþóra Kristjánsdóttir og Sævar Berg Björnsson.

Heltekinn eftir Hákon Svavarsson – leikstjóri Hákon Svavarsson – leikendur Dagbjört Heiða Kristjánsdóttir og Magnús Páll Haraldsson.

Hvað nú? eftir Halldór Ingólfsson – leikstjóri Ingólfur Arnarson – leikendur Halldór Ingólfsson og Ingi Sveinn Jóhannesson.