Leikfélag Umf. Dagrenningar í Borgarfirði sýnir um þessar mundir verkið Sveyk – Skopleg stríðsádeila eftir Bertold Brecht í leikgerð og leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Þýðinguna gerðu Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn. Sýnt er í félagsheimilinu Brautartungu í Lundareykjadal og hefjast sýningar kl. 21:00. Leikfélag Umf. Dagrenningar í Borgarfirði sýnir um þessar mundir verkið Sveyk – Skopleg stríðsádeila eftir Bertold Brecht í leikgerð og leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Þýðinguna gerðu Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn. Sýnt er í félagsheimilinu Brautartungu í Lundareykjadal og hefjast sýningar kl. 21:00.
Þetta er enginn íslenskur sveitarómans, heldur hörð ádeila á stríðsbrölt nasista. Brecht kann að segja söguna á skoplegan hátt, stundum er framvindan og orðfærið allt að því absúrt. Nú, ekki síður en þegar verkið var skrifað, er ástæða til að gagnrýna stríðsbrölt og vara við hættulegum stríðsherrum stórveldanna sem halda að friður í heiminum náist eingöngu ef allir séu af sama sauðahúsi og þeir sjálfir. Farin er skoplega leiðina við uppsetningu á verkinu. Leikhópurinn hefur skoðað atburði sem við lesum um og sjáum í sjónvarpi daglega. Ekki þarf annað en nefna Írak, Afganistan, Gasasvæðið, Bush, Abu Graib og Guantanamo þá vita allir um hvað er verið að tala, af nógu er að taka. Auðvita eiga svona sýningar að vekja okkur til umhugsunar – ekki bara um fortíðina, heldur ekki síður um nútíðina og framtíðina –. Leikdeildin Dagrenning er kjarkmikill leikhópur sem vill segja sögu sem skiptir máli.
19 leikarar taka þátt í sýningunni en 25 manns koma að sýningunni í heild. Í helstu hlutverkum eru Jón Gíslason sem Sveyk sjálfur, Sigurður Halldórsson sem fer með hlutverk Balóns vinar Sveyks, Ágústa Þorvaldsdóttir sem leikur Frú Kopetska, kráareiganda, Sigurður Oddur Ragnarsson sem leikur Brettsneider SS foringa og Árni Ingvarsson sem túlkar Bullinger Gestapóforinga.