Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir gamanleikinn Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson föstudaginn 17. október kl. 20.00 í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg. Guðmundur er einnig leikstjóri verksins.

Síðasta verk Leikfélags Fjallabyggðar, Stöngin inn, var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2012-13 en það verk var líka skrifað og leikstýrt af Guðmundi Ólafssyni.

Frumsýning föstudaginn 17. októver kl. 20.00

2. sýning sunnudaginn 19. október kl. 20.00

3. sýning þriðjudaginn 28. október kl. 20.00

4. sýning föstudaginn 31. október kl. 20.00

5. sýning laugardaginn 8. nóvember kl. 20.00

6. sýning fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.00

 

Miðaverð kr. 3.000.-

Aldraðir, öryrkjar og börn yngri en 14 ára kr. 2.000.-

Miðapantanir hjá Helenu í síma 845 3216