Jólaleikrit Borgarbarna, barna- og unglingaleikhúss þetta árið ber vinnuheitið „Ferðalagið“.  Er þetta tíunda árið í röð sem Borgarbörn setja upp jólasýningu

Sýningin er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Jólin snúast um það að njóta og gleðjast með fjölskyldu og vinum. Það er hinsvegar eitthvað sem Grétar og Hansína hafa aldrei kynnst. Þau hafa allt frá æsku alist upp hjá skapfúlum og andstyggilegum frænda, honum Maríusi. Með hjálp nokkurra álfa ná þau að strjúka og lenda þar með í afar fjörugu og lærdómsríku ferðalagi, þar sem þau kynnast ólíklegustu persónum úr hinum ýmsu áttum. En hvað ætli Maríus frændi geri þá? Mun hann láta Hansínu og Grétar í friði eða ætli hann finni upp á einhverju til að eyðileggja fyrir þeim? Það kemur allt í ljós á sýningunum í Iðnó. Líkt og áður inniheldur sýningin fjölmörg vinsæl lög, óvæntar uppákomur og skemmtilega dansa.

Leikstjóri er sem fyrr Erla Ruth Harðardóttir sem sér einnig um handritsgerð ásamt þeim Elísu Sif Hermannsdóttur, Karen Ýr Jóelsdóttur og Katrínu Ástu Jóhannsdóttur. Söngstjóri er Rebekka Sif Stefánsdóttir. Danshöfundur eru þær Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir. Leikarar eru átján talsins, allir á aldrinum 11-16 ára.

Frumsýning verður sunnudaginn 29. nóvember og sýningar verða í desember.

Sýningartími er rétt undir klukkustund. Sýningatímar eru virka morgna kl. 9:30 og/eða 11:00, virka eftirmiðdaga kl. 17:30 og um helgar kl. 14:00 og/eða 16:00.

Miðaverð er kr. 1.000 – gjöf en ekki gjald, vilja margir meina.

Kaup á einni sýningu (150 sæti) er tilvalið fyrir starfsmannafélög og skóla. Þá er miðaverð kr. 650 á einstakling og heildarverð fyrir sýningu kr. 97.500. Í þeim pakka eru einnig piparkökur og djús fyrir áhorfendur eftir sýningu.

Miðapantanir er í miðasölu Iðnó sími 562-9700 (milli kl. 11:00-16:00 virka daga)
Fyrirspurnir og upplýsingar um sýningartíma, má einnig nálgast í síma: 861-6722 eða á borgarborn@gmail

Jólagjafasöfnun Borgarbarna fyrir Mæðrastyrksnefnd er árleg hefð.  Þá geta áhorfendur komið með pakka,  merktan aldri og kyni,  á sýningar og leikarar sjá um að skila til Mæðrastyrksnefndar fyrir jól.