Óhætt er að segja að verkin komi hvert úr sinni áttinni og umfjöllunarefni þeirra eru ólík, allt frá skoðun á samskiptum kynjanna og eðli ástarinnar yfir í vangaveltur um blekkinguna, kúgun, yfirvald, fordóma, sannleikann og jafnvel tilveruna sjálfa. Nývirki er talsvert frábrugðin þeim sýningum sem Freyvangsleikhúsið hefur ráðist í fram að þessu og vonum við að áhorfendum líki vel þessi nýbreytni.
Þetta er í þriðja sinn sem lagt er af stað með haustverkefni en það hefur þann tilgang að gefa félagsmönnum tækifæri til að koma að fleiri þáttum í leikhússtarfinu en hægt er í aðalsýningu vetrarins, s.s. leikstjórn, ljósahönnun, sviðshönnun, skrifum o.s.frv. með það að markmiði að auka fjölbreytni í starfsemi félagsins og gefa sem flestum tækifæri til að spreyta sig á því sem helst vekur áhuga þeirra. Meiri aðsókn var á haustverkefnið í fyrra en fyrsta árið og það er von okkar að enn fleiri sjái ástæðu til að kíkja á okkur í þetta skiptið.
Miðaverði er stillt í hóf, eða einungis 1.500,- kr. og hægt er að panta miða á freyvangur.net eða í síma 857 5598 milli 17 og 19. Stefnt er að því að sýna út október.
Barinn og sjoppan opin meðan á sýningum stendur.
{mos_fb_discuss:2}