Umsókn – Námskeið í leikhúsförðun og gervagerð
(Sjá umsóknarform neðst á síðunni) Námskeið í leikhúsförðun og gervagerð 24.-25. janúar 2026. Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga býður upp á námskeið í leikhúsförðun og gervagerð dagana 24.-25. janúar 2026. Kennari er Ásta Hafþórsdóttir sem er einn fremsti förðunarmeistari landsins og þótt víðar væri leitað. Kennt verður í húsnæði Reykjavík Makeup School að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Námskeiðið hefst laugardaginn 24. janúar og lýkur sunnudaginn 25. janúar. Lögð verður áhersla á grunnförðun í leikhúsi fyrri daginn en seinni daginn fá nemendur að leggja áherslu á atriði sem þeir kjósa. Meðlimir aðildarfélaga Bandalagsins hafa forgang að námskeiðinu en aðrir geta sótt um ef laus pláss verða. Námskeiðslýsing: Tveggja daga námskeið í gervum fyrir leikhús, farið verður í grunnatriði þegar kemur að karaktersköpun, hárkollum, grunnsminki, og margskonar hagnýtri tækni. Dagur 1: # Fyrirlestur og slideshow # Sýnikennsla í að undirbúa hár fyrir hárkollur # Sýnikennsla í sminktækni, fyrir öldrun, karakter ofl # Sýnikennsla í að líma á latex nef # Umræða um karaktersköpun # Undirbúningur fyrir næsta dag / hugsa hvaða karakter viðkomandi vill gera Dagur 2: # Undirbúningur fyrir karakter # Nemendur gera sjálfir hver á öðrum # Í boði verða hárkollur af ýmsu tagi og einnig nef til afnota Námskeiðsgjald er 65.000 kr. og greiðist fyrir 6. janúar 2026. Krafa verður send í banka á kennitölu greiðanda. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi. Boðið verður upp á létta næringu meðan á námskeiði...
Sjá meira



