Líkt og undanfarin ár stendur Leikfélag Kópavogs fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6. og 7. bekk) og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára (8. bekk og eldri). Þau hefjast 8. sept. og standa til loka nóvember.

Námskeið verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi. Námskeiðin munu standa í 11 vikur til og með 17. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það.

Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Ástþór Ágústsson og Guðlaug Björk Eiríksdóttir verður þeim innan handar. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn og stýrði unglingastarfi félagsins á síðasta ári. Ástþór er menntaður leikari frá Rose Bruford College í London. Guðlaug Björk er gamalreyndur félagsmaður í LK.

Kynningarfundur vegna námskeiðanna verður haldinn sun. 6. sept. kl. 16.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Þar er hægt að skrá sig á námskeið en bent er á að takmarkaður fjöldi kemst að. Hægt er forskrá sig á námskeið með því að senda póst á lk@kopleik.is.  Einnig er hægt að biðja þar um frekari upplýsingar.

Námskeiðið kostar 15.000 kr. á mann en við bendum á að þátttakendur með lögheimili í Kópavogi geta fengið frístundastyrk á móti sem nemur um 2/3 hlutum þátttökugjalds. Upplýsingar um frístundastyrki sem hægt er að sækja um rafrænt, má fá hér http://www.kopavogur.is/thjonusta/tomstundir/fristundastyrkir).