BorgarholtsskóliÁ listnámsbraut í Borgarholtsskóla er boðið upp á fjölbreytt nám til að mæta vaxandi þörf fyrir menntun á sviði skapandi miðlunar. Samkvæmt nýrri námskrá lýkur námi á listnámsbraut með stúdentsprófi.

Sérhæfðir áfangar í leiklist miða að þvi að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði leiklistar. Veitt er þjálfun í raddbeitingu, sviðshreyfingum ásamt leiktækni á sviði og fyrir kvikmyndir. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar, leikgerðar, lýsingar, sviðsmuna, búningahönnunar, leikmyndagerðar og hljóðvinnslu. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir faglegan og sögulegan grunn til sköpunar og rannsókna við uppsetningu sviðsverka.