Sannleikur á sviði

Sannleikur á sviði

Sviðslistahópurinn Flækja býður þriggja daga leiklistarnámskeið sem er hugsað fyrir þá sem langar að bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem stefna á að leggja leiklist fyrir sig. Farið verður í senuvinnu, þar sem þátttakendum er skipt í pör og vinna þau saman með handrit. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur tileinki sér tækni, sem hjálpar þeim að vinna með handrit og persónur upp á eigin spýtur.

Hvernig gerum við aðstæður trúverðugar fyrir okkur sjálf sem og áhorfendur?
Hvernig nýtum við ímyndunaraflið í vinnu okkar?
Hvernig lifnar karakterinn við?

Nánari upplýsingar og skráning á https://www.flaekja.com/leiklistarnamskeid.

0 Slökkt á athugasemdum við Sannleikur á sviði 308 01 ágúst, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Leiklistarnám á Íslandi, Námskeið & hátíðir, Vikupóstur ágúst 1, 2019

Áskrift að Vikupósti

Karfa