Leikfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir byrjendanámskeiði í leiklist fyrir 18 ára og eldri. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 6. nóvember. Námskeiðið er ætlað byrjendum í leiklist og er öllum opið sem eru félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gísli Björn Heimisson, Stefán H. Jóhannesson og Aðalsteinn Jóhannsso. Á námskeiðinu verður leitast við að kynna fyrir nemendum hin ýmsu form leiklistar. Þetta er kvöld- og helgarnámskeið og stendur frá 6. – 17. nóvember.
Skráning á námskeiðið er á netfang leikfélagsins: leikfelag@gmail.com, athugið að takmarkaður fjöldi er á námskeiðinu.
Nánari upplýsingar hvernig gerast á félagi í LH er að finna á vef félagsins.