Leikminjasafn Íslands stendur fyrir uppákomu og kynningu í Iðnó á Safnanótt kl. 19-23 föstudaginn 5. febrúar  en segja má að Iðnó sé einhver elsti safngripur í leiklistarsögu Íslands. Húsið var reist af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur á uppfyllingu út í Tjörnina árið 1896 og tekið í notkun árið eftir. Fóru fyrstu leiksýningar þar fram í febrúar 1897 og var það Thorvaldsens-félagið sem stóð fyrir þeim. Leikfélag Reykjavíkur hóf síðan starfsemi sína í Iðnó með frumsýningu á tveimur dönskum gamanleikjum 18. desember 1897. Félagið hafði aðsetur í húsinu allt til ársins 1989, er það flutti í Borgarleikhúsið.

Á safnanótt ætla Sviðslistakonur 50+ og aðrir velunnarar safnsins að vekja upp leikhúsdraugana í Iðnó og segja frá ýmsu sem gerst hefur í þessu 119 ára leikhúsi í gegnum tíðina.Sögumaður er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona ,og aðrir þáttakaendur eru Edda Björgvinsdóttir leikkona, Alexandra Chernyshova sópransöngkona og Ásgeir Ágústson barinton. Leikstjórn annast Þórunn Magnea Magnúsdóttir.

Þá verður starfsemi Leikminjasafnsins kynnt og þá einkum vefsetur safnsins leikminjasafn.is sem hýsir stóran gagnagrunn um íslenska leiklistarsögu.

Auðvitað verður kaffihúsið opið og aðgangur ókeypis eins og á alla viðburði Safnanætur.

Upplýsingar um dagskrána er að finna bæði á heimasíðu safnsins:

http://leikminjasafn.is/greinar/svipir-a-fer-um-ino/

á fb-síðu safnsins

https://www.facebook.com/Leikminjasafn-%C3%8Dslands-488242560480/?ref=hl

og á “viðburði” sem fólk getur samþykkt

https://www.facebook.com/events/584104598406377/