Author: lensherra

Beðið eftir Go.com air

„Höfundi og leikstjóra tekst að flétta saman þessum litlum frásögnum af töluverðu listfengi svo úr verður fínasta leiksýning.“ Gagnrýnandi Leiklistarvefsins fór á frumsýningu á Beðið eftir go.com air hjá Mosfellingum á föstudag. Leikfélag Mosfellsveitar frumsýndi Beðið eftir go.com air föstudaginn 1. nóvember. Verkið er eftir Ármann Guðmundsson og er hann einnig í hlutverki leikstjóra. Stór hópur leikara og tæknimanna auk annarra tekur jafnframt þátt. Margir hafa farið flatt á því að leikstýra eigin verkum enda er sú hætta ávallt fyrir hendi að leikstjórinn hafi ekki það gagnrýna viðhorf til verksins sem þörf er á. Að þessu sinni gengur blandan þó að langmestu leyti upp. Aðstæður verksins eru flestum að góðu kunnar og víst að margir hafa upplifað svipaða hluti á ferðalögum og hér er sagt frá. Sögurnar eru líka margar hverjar fengnar úr reynslusafni hópsins og annarra aðstandenda sýningarinnar . Baksviðið er í stuttu máli það að hópur Íslendinga er á flugstöð í útlöndum á leið heim og lendir í ýmsum hrakningum þar. Seinkun á flugi með tilheyrandi pirringi, samskipti við starfsmenn fugfélagsins og öryggisverði auk innbyrðis átaka í hópnum er innihald þessarar sýningar sem var sjaldan dauf, yfirleitt bráðskemmtileg og á köflum frábær. Upphafssenan var frumleg og kraftmikil. Skemmtilegar hraðabreytingar og góð „kóreógrafía“ mynduðu skemmtilegt andrúmsloft og gáfu tóninn fyrir það sem á eftir kom. Persónur eru síðan kynntar til sögunnar ein af annarri og kennir þar ýmissa...

Sjá meira

Þetta mánaðarlega hjá Hugleik – október

Hugleikur hóf vetrarstarf sitt í Kaffileikhúsinu þann 14. október með fimm einþáttungum eftir fjóra félagsmenn. Þættirnir voru frumsýndir á mánudegi og önnur og jafnframt síðasta sýning var daginn eftir. Ætlunin er að bera annan slíkan skamt á borð í nóvember og þann þriðja með jólaívafi í desember. Útsendari Leiklistavefjarins var á staðnum. Hugleikur hóf vetrarstarf sitt í Kaffileikhúsinu þann 14. október með fimm einþáttungum eftir fjóra félagsmenn. Þættirnir voru frumsýndir á mánudegi og önnur og jafnframt síðasta sýning var daginn eftir. Ætlunin er að bera annan slíkan skamt á borð í nóvember og þann þriðja með jólaívafi í desember. Í fyrra setti félagið svipaða dagskrá á svið í Iðnó undir heitinu „Sjö sortir“. Var þar um yfirlýsta tilraunastarfsemi að ræða þar sem höfundum og leikstjórum innan félagsins gafst tækifæri til að spreyta sig í nafni félagsins. Undirritaður fjallaði einnig um þá sýningu og lofaði það framtak Hugleiks að gefa nýjum höfundum og leikstjórum möguleika á að reyna sig á slíkum vettvangi. Sortirnar sjö báru sumar þess merki að vera einmitt tilraunir en inn á milli leyndust skínandi hlutir. Dagskráin í ár sem ber heitið „Þetta mánaðarlega“ hefur enga slíka fyrirvara og er því fjallað um hana sem slíka. Fyrst á svið var einleikur eftir Fríðu B. Andersen sem bar heitið „Um ástina“ í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar. Jón E. Guðmundsson lék þar mann sem rifjar upp skrýtna og skemmtilega minningu...

Sjá meira

Erótískur gamansplatter – Jón og Hólmfríður í Borgarleikhúsinu

Það er full ástæða að vara klígjugjarna og fólk með auðsærða blygðunarkennd við því að fara að sjá Jón og Hólmfríði – frekar erótískt leikrit í þremur þáttum eftir franska leikskáldið Gabor Rassov, því þar fljóta hverskyns líkamsvessar í stríðum straumum. Hinir, sem harðari eru af sér og hafa gaman af sótsvörtum absúrdhúmor, ættu hins vegar ekki að láta þetta verk fram hjá sér fara að mati mati Ármanns Guðmundssonar gagnrýnanda hjá leiklist.is. Það má telja fullsannað, nú eftir þrjár uppsetningar, að tilraun Borgarleikhússins með að hafa fastan leikhóp á Nýja sviðinu hefur tekist. Sýningar hópsins hafa verið hver...

Sjá meira

Einelti í Andríki

Ármann Guðmundsson skellti sér í Borgarleikhúsið á frumsýningu laugardaginn 21. september og horfði gagnrýnum augum á þennan breska barnasöngleik. Lesið hvað hann hafði að segja um verkið. Fyrsta frumsýning haustsins í Borgarleikhúsinu er breski barnasöngleikurinn Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe. Þetta er tiltölulega nýr söngleikur, byggður á sögunni af Litla ljóta andarunganum eftir H.C. Andersen. Söngleikurinn hlaut ein virtustu leiklistarverðlaun Breta, Oliver verðlaunin árið 2000 og því engin furða að hann hafi vakið áhuga Borgarleikhúsmanna þegar velja átti barnaleikrit vetrarins. Höfundar verksins, George Stiles höfundur tónlistar og Anthony Drewe textahöfundur, hafa samið saman fjóra söngleiki, Tutankhamon, Just So, Peter Pan og svo Honk!. Þá munu þeir vera með tvo til viðbótar í smíðum. Eins og flestir vita þá er megin þemað í Ljóta andarunganum einelti og Ljóti, aðalsöguhetjan í Honk!, fær svo sannarlega að kenna á því. Hann er allt öðruvísi en andarungar eiga að vera og allir í Andríki leggjast á eitt við að níðast á honum ef frá er talin andamamma. Faðir hans og systkini ganga hve harðast fram í að ofsækja hann og hrekja í klærnar á óberminu Kisa sem hefur það eitt í huga að éta hann. Það má því segja að boðskapurinn verksins sé í raun að það sé ljótt að leggja þá sem eru á einhvern hátt minnimáttar og/eða öðruvísi í einelti en hins vegar alveg sjálfsagt að viðkomandi...

Sjá meira

Gleðileg hátíð á Hallormsstað – Júlíus gagnrýnir

Samfara ársfundi Bandalagsins á Hallormstað 9.-12. maí var haldin einþáttungahátíð. Júlíus Júlíusson segir sitt álit á þeim sýningum sem þar var boðið upp á. Mig langaði til þess að tjá mig aðeins um þau verk á einþáttungahátiðinni sem ég sá og um leið að æfa mig í því að skrifa gagnrýni. Ég kom um hádegið á föstudeginum og missti því miður af því sem var í boði á fimmtudeginum. Leikfélagið Sýnir -– Hverjir voru hvar eftir Guðmund L. Þorvaldsson Lunkinn, stuttur þáttur sem greip mann á einhvern ótrúlegan hátt, það náði að byggjast upp einhver spenna… sem sat svo í manni eftir að honum lauk. Þátturinn fjallaði um eitthvað, maður var ekki viss um hvað það var, en það skipti engu máli. Ég hugsa jafnvel að það hefði skemmt fyrir ef það hefði komið skýrt fram hvað nákvæmlega var um að vera. Leikstjórnin var afbragð og leikararnir stóðu sig með miklum ágætum, Þorgeir Tryggvason var óttalega aumingjalegur en Ingólfur Þórsson áhrifamestur. Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi – Meindýr eftir Bjarna Guðmarsson. Þessi litli farsi getur verið fyndinn á köflum og var það, en sviðsmyndin var ekki nógu góð þarna í íþróttahúsinu og truflaði það annars ágæta leikara nokkuð. Það vantaði fínpússningu á verkið til þess að þétta það, þátturinn var of laus í sér og leið fyrir það. Leikfélag Fljótdalshéraðs – Maðkurinn eftir Halldór Laxness. Því miður missti ég af þessum...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert