Beðið eftir Go.com air
„Höfundi og leikstjóra tekst að flétta saman þessum litlum frásögnum af töluverðu listfengi svo úr verður fínasta leiksýning.“ Gagnrýnandi Leiklistarvefsins fór á frumsýningu á Beðið eftir go.com air hjá Mosfellingum á föstudag. Leikfélag Mosfellsveitar frumsýndi Beðið eftir go.com air föstudaginn 1. nóvember. Verkið er eftir Ármann Guðmundsson og er hann einnig í hlutverki leikstjóra. Stór hópur leikara og tæknimanna auk annarra tekur jafnframt þátt. Margir hafa farið flatt á því að leikstýra eigin verkum enda er sú hætta ávallt fyrir hendi að leikstjórinn hafi ekki það gagnrýna viðhorf til verksins sem þörf er á. Að þessu sinni gengur blandan þó að langmestu leyti upp. Aðstæður verksins eru flestum að góðu kunnar og víst að margir hafa upplifað svipaða hluti á ferðalögum og hér er sagt frá. Sögurnar eru líka margar hverjar fengnar úr reynslusafni hópsins og annarra aðstandenda sýningarinnar . Baksviðið er í stuttu máli það að hópur Íslendinga er á flugstöð í útlöndum á leið heim og lendir í ýmsum hrakningum þar. Seinkun á flugi með tilheyrandi pirringi, samskipti við starfsmenn fugfélagsins og öryggisverði auk innbyrðis átaka í hópnum er innihald þessarar sýningar sem var sjaldan dauf, yfirleitt bráðskemmtileg og á köflum frábær. Upphafssenan var frumleg og kraftmikil. Skemmtilegar hraðabreytingar og góð „kóreógrafía“ mynduðu skemmtilegt andrúmsloft og gáfu tóninn fyrir það sem á eftir kom. Persónur eru síðan kynntar til sögunnar ein af annarri og kennir þar ýmissa...
Sjá meira


