Erótískur gamansplatter – Jón og Hólmfríður í Borgarleikhúsinu
Það er full ástæða að vara klígjugjarna og fólk með auðsærða blygðunarkennd við því að fara að sjá Jón og Hólmfríði – frekar erótískt leikrit í þremur þáttum eftir franska leikskáldið Gabor Rassov, því þar fljóta hverskyns líkamsvessar í stríðum straumum. Hinir, sem harðari eru af sér og hafa gaman af sótsvörtum absúrdhúmor, ættu hins vegar ekki að láta þetta verk fram hjá sér fara að mati mati Ármanns Guðmundssonar gagnrýnanda hjá leiklist.is. Það má telja fullsannað, nú eftir þrjár uppsetningar, að tilraun Borgarleikhússins með að hafa fastan leikhóp á Nýja sviðinu hefur tekist. Sýningar hópsins hafa verið hver...
Sjá meira