Hugleikur á síðum buxum
Hugleikur hélt sína árlegu jólaskemmtun í Kaffileikhúsinu föstudaginn 13. desember undir heitinu Klundurjól. Var þar leikið og sungið af list eins og venjan er. Útsendari Leiklistarvefs var þar viðstaddur og hér má sjá hvort Hugleikarar komu honum í jólaskap. Hugleikur á síðum buxum Sú hefð hefur skapast hjá Hugleik að bjóða upp á jóladagskrá í desember með leik og söng. Að þessu sinni var dagskráin þriðji hluti af dagskrárröðinni „Þetta mánaðarlega“ sem hófst í október. Að vissu leyti bar dagskráin þess einnig merki þar sem öllu meiri alvörublær var yfir henni en jólaskemmtunum Hugleiks undanfarin ár. Þessar jólavökur undanfarin ár hafa verið í léttar og afslappaðar og þáttakendur skemmt sér ekki síður en áhorfendur. Það má þó ekki skilja svo að dagskráin hafi ekki verið skemmtileg en yfirbragðið var vissulega annað en áður. Eins og venjulega var blandað saman leik og tónlist. Tónlistin var blanda af gömlum „standördum“ sem þeir þekkja sem komið hafa á fyrri jólaskemmtanir Hugleiks en einnig komu ný lög við sögu. Þórunn Guðmundsdóttir á bróðurpartinn í tónlistinni og drjúgan hluta af textunum einnig og fer enginn í grafgötur með hæfileika hennar á þeim sviðum. Það fara fá leikfélög í skóna Hugleiks í tónlistarmálum enda var tónlistin hvortveggja vel samin og fagmannlega flutt. Hinsvegar verð ég að játa að ég saknaði léttleikans sem einkennt hefur tónlist Hugleiks hingað til. Nú var fagmennskan í fyrirrúmi og fyrir...
Sjá meira


