Author: lensherra

Leikum núna 2005

Nú er rétt um mánuður í að blásið verði til leiks á leiklistarhátíðinni Leikum núna á Akureyri. Dagskrá hátíðarinnar hefur verið nú birt hér á vefnum. Ísland, Litháen, Svíþjóð – Níu íslenskar og tvær erlendar leiksýningar Götuleikhús – Drama – Kómík – Sirkus – Söngur – DansFimm daga leikhústeiti Miðvikudagur 22. júníKl. 13.00 Opnunarsýning, í göngugötu og nágrenniKl. 14.30 Formleg opnun í miðbæ að viðstöddum forseta Íslands, verndara hátíðarinnarKl. 16.00 Konur (BOBOS) eftir Eras Salola – Jonava Municipality Theatre frá Litháen. Sýnt í Samkomuhúsinu.Kl. 17.30 Dýragarðssaga eftir Edward Albee – Leikfélag Hafnarfjarðar. Sýnt í Húsinu.Kl. 19.00 Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson – Hugleikur í Reykjavík. Sýnt í Ketilhúsinu.kl. 21.00 Dýragarðssaga eftir Edward Albee – Leikfélag Hafnarfjarðar. Sýnt í Húsinu.kl. 21.00 Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson – Hugleikur í Reykjavík. Sýnt í Ketilhúsinu.Hátíðarklúbbur í Deiglunni um kvöldið Fimmtudagur 23. júníKl. 09.00-12.00 Leiksmiðja – Stomp, kennari Stefán Vilhelmsson.Kl. 09.00-12.00 Leiksmiðja – Stage fighting, kennari Ine Camilla. Kl. 13.00-14.00 Gagnrýni á sýningar miðvikudagsins. Í Myndlistarskólanum.Kl. 14.30 Rúta í FreyvangKl. 15.00 Taktu lagið Lóa eftir Jim Cartwright – Freyvangsleikhúsið. Sýnt í FreyvangiKl. 15.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 18.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 20.30 Langferðabíll í FreyvangKl. 21.00 Taktu lagið Lóa – Freyvangsleikhúsið. Sýnt í Freyvangi.Kl. 21.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 19.00-22.30 Jónsmessuhátíð...

Sjá meira

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

(27.05.2005)Dómnefnd Þjóðleikhússins hefur nú valið athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2004-2005 og varð sýning Stúdentaleikhússins, Þú veist hvernig þetta er, fyrir valinu. Hún verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 og kl. 22.30. Tólf leikfélög sóttu um að koma til greina við valið með alls fjórtán sýningar. Dómnefnd hafði mikla ánægju af að sjá allar þessar sýningar og verða vitni að því kraftmikla og mikilvæga starfi sem áhugaleikfélögin standa fyrir um land allt.Handrit Þú veist hvernig þetta er er skrifað af leikhópi Stúdentaleikhússins og leikstjóra sýningarinnar, Jóni Páli Eyjólfssyni. Þetta er í annað sinn sem sýning Stúdentaleikhússins er valin áhugasýning ársins, en leikfélagið sýndi Ungir menn á uppleið fyrir fjórum árum.Umsögn dómnefndar um sýninguna er svohljóðandi:Sýning Stúdentaleikhússins á Þú veist hvernig þetta er, er hárbeitt og djörf háðsádeila á íslenskan samtíma, sett fram í revíuformi sem allur leikhópurinn kemur að. Hún kemur sem hressilegur gustur inn í áhugastarf leikfélaganna, textinn er bæði fyndinn og alvarlegur og kemur við kaunin á áhorfendum. Framsetning og túlkun hópsins er í ætt við pólitískt leikhús eins og það gerðist best á síðustu öld. Uppsetningin, útlit og hönnun leiksviðsins er stílhrein og einföld eins og vera ber og hitti beint í mark. Leikhópurinn er ekki feiminn við að setja fram róttæka þjóðfélagsgagnrýni og láta okkur fá það óþvegið, hvort sem um er að ræða Íraksstríð, kynþáttafordóma eða fjölmiðlaklám. Það er greinilegt að...

Sjá meira

Kraftmikil Lína í Borgarleikhúsinu

Það eru sumir sem halda því fram að það sé sjálfsagður réttur hverrar kynslóðar barna að sjá ákveðin barnaleikrit. Þetta ár hlýtur því að vera afar mikilvægt í réttindabaráttu yngstu kynslóðar Reykvíkinga því tvö þessarra mikilvægu verka eru nú sýnd í stóru leikhúsunum. Gagnrýnandi Leiklistarvefsins skellti sér á annað þeirra, nánar tiltekið Línu langsokk í Borgarleikhúsinu. Kraftmikil Lína í Borgarleikhúsinu Fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Reykjavíkur var barnaleikritið góðkunna, Lína langsokkur eftir sænska barnabókasnillinginn Astrid Lindgren. Það er María Reyndal sem leikstýrir og þreytir þar með frumraun sína í Borgarleikhúsinu en hún hefur áður getið sér gott orð sem leikstjóri með Beyglum í Iðnó og Karíusi og Baktusi í Þjóðleikhúsinu. Lína langsokkur er greinilega að verða svar LR við reglulegum sýningum Þjóðleikhússins á verkum Torbjörns Egner. Undirritaður sá einmitt sýningu á Línu á sama sviði fyrir ca. áratug og fannst satt að segja uppsetningin takast ólíkt betur í þetta skiptið en þá því á þeirri sýningu hálfpartinn leiddist honum. Það sem einkennir þessa sýningu kannski mest eru krafturinn og leikgleðin sem geisla af leikhópnum. Alltof oft hefur maður haft það á tilfinningunni á barnasýningum á stóru sviðum beggja leikhúsa að leikararnir séu þarna af hálfum hug (þar er mögulega við stærð salanna að einhverju leiti að sakast) en því var sko ekki fyrir að fara á þessari sýningu. Með Ilmi Kristjánsdóttur sem Línu í broddi fylkingar var keyrt af...

Sjá meira

Sólstingur

Lárus Vilhjálmsson skrapp á sunnudaginn á sýningu hjá Versló sem heitir Sólstingur. Hann hefur áður farið á nemendamótssýningar þeirra Verslinga og verið afar hrifinn af þeim metnaði sem þau leggja í þessar sýningar. Gagnrýni Lárusar er hér. Sólstingur hjá Versló solstingur01 ** Ég skrapp núna á sunnudaginn á sýningu hjá Versló sem heitir Sólstingur. Ég hef áður farið á nemendamótssýningar þeirra verslinga og hef verið afar hrifinn af þeim metnaði sem þau leggja í þessar sýningar. Þarna hefur söngur og dans verið í hæsta gæðaflokki, leikur oft góður og maður hefur skemmt sér vel þótt að söngleikir bjóði kannski ekki upp á mikinn andlegan upphristing. Sólstingur er eins og fyrri sýningar verslinga metnaðarfull og kraftmikil sýning og margt er snoturlega gert. Hún fjallar um útskriftarferð verslinga til Spánar og segir frá ástarflækjum þeirra og partístandi. Sýningin er síðan reglulega brotin upp með söng og dansnúmerum. Eins og fyrri daginn eru þarna í hverju rúmi hörku söngvarar og dansarar sem hrífa mann og maður spyr sig af hverju Stöð 2 er að leita að Idolinu um allt land þegar þau eru eiginlega öll þarna í sýningunni. Tónlistin var afar skemmtileg eftir fjölda listamanna frá Bítlunum til Coldplay og tónlistarstjórnin í pottþéttum höndum Jóns Ólafssonar. Dansatriðin voru mörg afar skemmtilega útfærð af Helenu Jónsdóttur og búningar voru oft ótrúlega hugmyndaríkir. Af þeim atriðum sem voru einna eftirminnilegust er helst að nefna...

Sjá meira

Hlegið dátt á Eldað með Elvis

Lárus Vilhjálmsson fór um daginn á eina af lokaæfingum á Eldað með Elvis eftir Lee Hall og var bara nokkuð sáttur við stykkið. Þrátt fyrir nokkra hnökra á verkinu sjálfu sem ekki verða lagaðir svo auðveldlega og smá klikk hjá leikurum og tækniliði (þetta var æfing nota bene) lítur þetta út fyrir að verða ansi skemmtileg sýning. Hann gefur verkinu 2 og hálfa stjörnu. Dómurinn í heild sinni er hér. Hlegið dátt á Eldað með Elvis Steinn Elvis ** ½ Ég fór um daginn á eina af lokaæfingum á Eldað með Elvis eftir Lee Hall og var bara nokkuð sáttur við stykkið. Þrátt fyrir nokkra hnökra á verkinu sjálfu sem ekki verða lagaðir svo auðveldlega og smá klikk hjá leikurum og tækniliði (þetta var æfing nota bene) lítur þetta út fyrir að verða ansi skemmtileg sýning. En fyrst um verkið sjálft. Mér skilst að höfundurinn Lee Hall sé nýjasta fróðárundur þeirra tjallana og skrifaði víst handritið að þeirri ólíkindalegu Billy Elliot sem fjallar um lágstéttastrák í Norður Englandi sem vill frekar vera í ballet en fótbolta!!! Þrátt fyrir afar ótrúlegan söguþráð þá var myndin bara ansi lúnkin og hjálpaði þar frábær leikur þeirra Jamie Bell, Julie Walters og Gary Lewis (þeim sem er í Niceland Friðriks Þórs). Eldað með Elvis er svört kómedía í anda Joe Ortons og er ansi fyndin á köflum. En ólíkt verkum Ortons og fleiri...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur